Fara í efni

Vínaryfirlýsingin samþykkt á fundi Ferðamálaráðs Evrópu

Á fundi Ferðamálaráðs Evrópu í gær var meðal annars samþykkt svonefnd ?Vínaryfirlýsing? (Vienna Declaration). Yfirlýsingin felur í sér stefnumörkun í ferðamálum í Evrópu til næstu ára.

Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslífi Evrópu. Fram kemur að hún stendur beint og óbeint fyrir um 10% af vergri þjóðarframleiðslu álfunnar og um 12% fólks á vinnumarkaði starfar innan hennar. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa á vef Ferðamálaráðs Evrópu.