Fara í efni

Niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun í ferðaþjónustu

Þann 11. október næstkomandi kl 8:15 verða á Radisson SAS Hótel Sögu kynntar niðurstöður þarfagreiningar fyrir menntun og fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi. Í tilkynningu kemur fram að verkefnið sé ein umfangsmesta rannsókn sem hefur verið framkvæmd á sviði ferðaþjónustu á Íslandi.  Markmið þarfagreiningarinnar var að varpa ljósi á þarfir stjórnenda og starfsfólks í ferðaþjónustu á sviði menntunar, varpa ljósi á þætti sem tengjast skipulagi og stefnumörkun varðandi uppbyggingu náms og hvort og hvernig aukin hæfni og menntun geti nýst ferðaþjónustu. 

Rannsóknin var unnin að frumkvæði Samtaka ferðaþjónustunnar og í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks.  Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir, hjá HRM- rannsóknir & ráðgjöf sáu um framkvæmd þarfagreiningarinnar í samstarfi við Félagsvísindastofnun og Jón Torfa Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands.  Þarfagreiningin byggði á rýnihópum og viðtölum við stjórnendur í ferðaþjónustu og viðhorfskönnun meðal stjórnenda og starfsfólks í greininni.

Dagskrá: 

Kl: 08:15          Morgunverður

                        Setning fundar, Jón Karl Ólafsson, formaður SAF

                        Ávarp, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra

                        Kynning á niðurstöðum: Sigríður Þrúður Stefánsdóttir og Arney Einarsdóttir

                        Samantekt: Jón Torfi Jónasson, prófessor Háskóla Íslands.

Kl. 10:00          Fundarlok

 

Þátttökugjald með morgunverði.kr. 1.500.

Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar info@saf.is eða í síma 511-8000.