Fara í efni

Áríðandi tilkynning: Vegabréf til Bandaríkjanna

vefabréf
vefabréf

Að gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því Íslendingar á leið til Bandaríkjanna verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu. Fram í júní á þessu ári gátu íslenskir ríkisborgarar fengið undanþágu frá þessu en það er nú úr sögunni.

Í dag er farþegum vísað til síns heima geti þeir ekki framvísað tölvulesanlegu vegabréfi eða vegabréfi með áritun frá bandaríska sendiráðinu. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg.