Fara í efni

Lokaverkefni um ferðamál verðlaunað

logoferdamalaseturs
logoferdamalaseturs

Stjórn Ferðamálasetur Íslands hefur ákveðið að veita ein 100.000 króna verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál. Verða þau afhent á ferðamálaráðstefnunni 27 október næstkomandi.

Um er að ræða verkefni sem unnið er af nemanda eða nemendum við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri skólaárið 2004-2005. Kennarar við skólana eða leiðbeinendur nemenda hafa tilnefnt athyglisverð lokaverkefni og sérstök dómnefnd skipuð af stjórn FMSÍ mun velja verðlaunaverkefnið úr þeim hópi.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri starfrækja sameiginlega Ferðamálasetur Íslands, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum.