Fara í efni

Skráning hafin á ITB í Berlín

ITB
ITB
 Skráning er nú hafin á ITB í Berlín, eða Internationale Tourismus-Börse, sem er ein stærsta ferðasýning í heimi Að þessu sinni stendur sýningin yfir dagana 8.-12. mars 2006. Skráningarfrestur er til 1. desember næstkomandi.

Sýningin hefur verið haldin árlega í á þriðja áratug. Ferðamálaráð Íslands hefur tekið þátt í henni frá upphafi og kynnt þar Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Líkt og á öðrum ferðasýningum erlendis býðst íslenskum ferðaþjónustuaðilum að fá aðstöðu í bás Ferðamálaráðs gegn föstu gjaldi. Ferðamálaráð sér um að útbúa básana og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best. Sýningarstandar Ferðamálaráðs á þessum sýningum standa einnig opnir erlendum fyrirtækjum er koma að sölu Íslandsferða. Sýningarbás Ferðamálaráðs Íslands á ITB er hluti af sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna.

Mynd: Frá ITB ferðasýningunni í Berlín.