Fara í efni

Sífellt fleiri farþegar fara um Keflavíkurflugvöll

fridrikmar
fridrikmar

Umferð um Keflavíkurflugvöll hélt áfram að aukast í september og fjölgaði farþegum á leið um völlinn um 18% á milli ára. Í lok september hafði 1,4 milljónir gesta farið um völlinn frá áramótum sem er 11,3% fjölgun.

Farþegar á leið til landsins í september voru 65.180 og á leið úr landi 71.675. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru um 28.000 í september. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

  Sept.05. YTD Sept.04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 71.675 602.072 59.538 540.765 20,39% 11,34%
Hingað: 65.180 599.193 55.756 551.686 16,90% 8,61%
Áfram: 1.605 10.627 680 4.258 136,03% 149,58%
Skipti. 26.443 239.102 23.814 210.462 11,04% 13,61%
  164.903 1.450.994 139.788 1.307.171 17,97% 11,00%