Fara í efni

Kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu jukust um 1,5 milljarða

Nú liggja fyrir tölur Seðlabankans um gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum á síðasta ári. Heildartekjurnar eru nær þær sömu og árið 2002 en veruleg breyting verður á samsetningu teknanna.

Fargjaldatekjur vegna ferðalags erlendra ferðamanna til Íslands drógust saman um 1.428 milljónir króna á milli ára, sem á sér allmargar skýringar, en hins vegar er ljóst að þeir hafa á ferðalögum sínum um landið á síðasta ári keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir 1.576 milljörðum króna hærri upphæð en árið áður. Hlutfallslega er aukningin um 7%. Heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum á síðasta ári urðu 37,3 milljarðar króna en árið 2002 voru þær 37,1 milljarður króna. Neysla í landinu var um 24,4 milljarðar króna en fargjaldatekjur um 12,9 milljarðar króna.