Fara í efni

Aukaúthlutun styrkja til úrbúta í umhverfismálum

Á fundi Ferðamálaráðs á dögunum var gengið frá úthlutun viðbótastyrkja til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Um var að ræða 8 milljónir króna til úrbóta og uppbyggingar nýrra svæða. Samþykkt var tillaga umhverfisfulltrúa að veita þremur aðilum styrki.

Upphaflega var auglýst eftir styrkjum í þrjá flokka. Gengið var frá úthlutun um miðjan febrúar sl. en jafnframt ákveðið að auglýsa hluta upphæðarinnar aftur og þá eingöngu í flokkinn "uppbygging á nýjum svæðum". Það er sú úthlutun sem nú liggur fyrir.

Þeir sem fengu styrki voru:
Ferðafélag Akureyrar, til uppbyggingar hálendismiðstöðvar við Drekagil.
Fannborg ehf., vegna uppbyggingar nýrra afþreyingarmöguleika í Kerlingafjöllum.
Áhugahópur um Víkingverkefni -samstarfsverkefni um uppbyggingu menningartengdra ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Styrkurinn fer til uppbyggingar á nýjum samkomu- og móttökusvæðið fyrir ferðafólk á Þingeyri (þingstaður, sölubúðir o.fl.)

Fjöldi umsókna í ár var mun meiri en hægt var að verða við. Eins og áður sagði voru 8 milljónir króna til ráðstöfunar í þessari aukaúthlutun en umsóknir hljóðuðu upp á rúmlega 225 milljónir króna frá 85 umsækjendum. Því var augljóslega ekki hægt að verða við óskum allra.