Fara í efni

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum - aukaúthlutun

Eins og áður hefur komið fram var ákveðið að auglýsa að nýju eftir umsóknum í hluta þeirra fjármuna sem Ferðamálaráð Íslands hefur til úthlutunar í styrki til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Umsóknarfrestur er til 5. mars næstkomandi.

Eingöngu til uppbyggingar á nýjum svæðum
Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Til ráðstöfunar eru samtals um 8 milljónir króna. Eldri umsóknir sem sérstaklega voru stílaðar á "Ný svæði" verða sjálfkrafa látnar standa áfram nema sérstaklega sé óskað eftir að þær verði dregnar til baka. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur:

  • Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði.
  • Einungis verða styrkt svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir.
  • Hluti af styrkupphæð Ferðamálaráðs getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð.
  • Ferðamálaráð áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki.
  • Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum.
  • Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu.
  • Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálaráðs og styrkþega.

Hverjir geta sótt um:
Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum.

Umsóknarfrestur:
Umsóknafrestur er til 5. mars 2004

Hvar ber að sækja um:
Hægt er að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Strandgötu 29, 600 Akureyri.

Upplýsingar veitir Valur Þór Hilmarsson umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti valur@icetourist.is