Fara í efni

Tölur um fjölda og skiptingu farþega með Norrænu

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs 2004
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs 2004

Austfar, umboðsaðili ferjunnar Norrænu, hefur tekið saman tölur um fjölda farþega á síðasta ári og skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Jafnframt fylgir samanburður við árið 2002. Þessar tölur eru gagnleg viðbót við talningu Ferðamálaráðs á farþegum sem fara um Leifsstöð.

Ný Norræna hóf sem kunnugt er siglingar síðastliðið vor. Samkvæmt tölum Austfars fjölgaði farþegum til Íslands með ferjunni um 24% á milli áranna 2002 og 2003, fóru úr 8.711 í 10.781. Íslendingum fjölgaði um 58% en erlendum gestum um 15%. Af einstökum þjóðum munar mest um aukningu Norðmanna, Íslendinga og Færeyinga. Þjóðverjar voru sem fyrr fjölmennasti hópurinn en þeim fækkar þó örlítið á milli ára. Nánari upplýsingar um samsetningu farþega Norrænu eftir þjóðerni má fá með því að smella hér, (Excel-skjal).

Einnig hefur verið útbúið skjal þar sem samanlagður farþegafjöldi um Leifsstöð og með Norrænu er borinn saman á milli ára. Sjá hér, (Excel-skjal).