Fara í efni

Má raflýsa Gullfoss? - Hádegisfundur á Hótel Borg

Landvernd og Bláskógabyggð boð til hádegisfundar til að ræða hugmyndir sem fram hafa komið um raflýsingu á Gullfossi. Fundurinn verður á Hótel Borg í Reykjavík föstudaginn 27. febrúar nk. kl. 12.00-13.00.

Hvað kallar á raflýsingu við Gullfoss og hvernig verður lýsingu komið fyrir? Hver yrðu áhrif lýsingar á ferðamenn og ferðaþjónustu. Hvaða afleiðingar gæti raflýsing haft fyrir náttúru og töfra Gullfoss og hvert yrði fordæmisgildið? Þetta eru spurningar sem fjallað verður um við pallborð og í samræðum við fundarmenn.

Þátttakendur í pallborði verða m.a. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Oddur Hermannsson landslagsarkitekt, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður, Árni Bragason forstöðumaður á Umhverfisstofnun og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur. Fundarstjóri verður Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar.

Á Hótel Borg verður boðið upp á súpu (kr. 650) eða rétta dagsins (kr. 1.890).

Fundurinn er opinn og allir velkomnir.