Fara í efni

Komur ferðamanna í apríl - Fjölgun á milli ára

Samkvæmt talningu á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands fjölgaði þeim um 7,5% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Mest aukning var frá Bretlandi, Danmörku, Noregi og Frakklandi. Þýskalandsmarkaður er einnig að koma til og þaðan var fjölgun ferðamanna í apríl eftir fækkun í mars. Nokkur fækkun var frá Bandaríkjunum en þó mun minni en í mars. Einnig er fækkun frá Hollandi og Svíþjóð.

Vert er að hafa í huga að í ár voru páskar í apríl en í mars í fyrra. Það er því betri samanburður að taka þessa tvo mánuði saman. Séu mars og apríl samanlagt bornir saman er um að ræða 9,3% fjölgun ferðamanna á milli ára. Vöxturinn er mestur að höfðatölu frá Bretlandi, Noregi, Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð, Hollandi, Finnland og Ítalíu, í þessari röð. Færri gestir komu hins vegar frá Bandaríkjunum Þýskalandi, Sviss og Japan í mars og apríl í ár, sé miðað við sömu mánuði í fyrra. Nánari samanburð má sjá í meðfylgjandi töflu.

 

  2002 2003
  Mars Apríl Mars Apríl
Bandaríkin 4.238 3.286 2.969 2.838
Bretland 3.401 5.156 3.812 5.840
Danmörk 1.329 1.159 1.532 1.664
Finnland 414 643 545 702
Frakkland 660 687 1.072 880
Holland 611 680 1.146 480
Ísland 16.966 16.655 19.640 25.490
Ítalía 102 96 159 196
Japan 282 178 259 146
Kanada 181 111 134 185
Noregur 1.459 1.771 2.064 1.982
Spánn 77 145 105 120
Sviss 170 103 126 91
Svíþjóð 1.241 2.404 2.004 2.227
Þýskaland 1.264 947 1.001 1.009
Önnur þjóðerni 1.221 1.674 1.609 2.105
Samtals: 33.616 35.695 38.177 45.955