Fara í efni

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Undanfarin ár hefur Ferðamálaráð Íslands staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og verður svo einnig í ár. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 2. júní nk. í Kornhlöðunni, Bernhöftstorfu í Reykjavík.

Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð stöðvanna verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið.

Dagskráin er sem hér segir:

12.45 - 13.00
Skráning þátttakenda. Afhending gagna

13.00 - 13.15
Af hverju upplýsingamiðstöðvar og fyrir hverja?
Elías Bj Gíslason, Ferðamálaráði Íslands

13.15 - 14.15
Daglegt starf á upplýsingamiðstöð.
Davíð Samúelsson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands.

14.15 - 14.45
Kaffi

14.45 - 16.00
Þú, sem skiptir máli! Viðmót og framkoma starfsmanna upplýsingamiðstöðva
Tómas Guðmundsson

16.15
Heimsókn í Höfuðborgarstofu

17.00
Námskeiðslok.

Þátttaka tilkynnist í síma 461- 2915 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 30. maí nk.