Fara í efni

Samgöngur í tölum 2003

SamgonguriTolum2003
SamgonguriTolum2003

Samgönguráðuneytið gaf á dögunum út tölfræðibækling sem ber nafnið "Samgöngur í tölum 2003". Í honum hafa verið teknar saman nokkrar athyglisverðar staðreyndir um samgöngur og settar fram í mydrænu formi. Í bæklingnum er gerður ýmis samanburður og sýnd þróun ýmissa atriða í þeim málaflokkum sem falla undir samgönguráðuneytið, þ.e. í ferðamálum, vegamálum, flugmálum og siglingamálum, auk fjarskiptamála. Þá er ritinu ætlað að auðvelda almenningi að setja sig í samband við ráðuneytið og stofnanir þess því í kverinu er yfirlit yfir stofnanir samgönguráðuneytisins auk upplýsinga um póst- og netfang þeirra ofl.