Fara í efni

Niðurstöður umsókna um samstarf vegna auglýsinga á íslenskri ferðaþjónustu

Lokið hefur verið við að fara yfir umsóknir um samstarfsverkefni Ferðamálaráðs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu. Umsóknir voru 30 talsins og flestar uppfylltu skilyrði um samstarf um auglýsingar.

Í boði voru 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 0,5 milljónir kr. í hvert verkefni og 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs er 1,0 milljón í hvert verkefni. Samtals 15 milljónir kr. Skilyrði var að samstarfsaðilar legðu fram a.m.k. jafnt á við Ferðamálaráð og þeir sem leggja meira fram hafa forgang.

Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við 20 umsækjendur og er mótframlag þeirra alls kr. 31 milljónir og að viðbættum 15 millj kr. frá Ferðamálaráði er heildarupphæðin því kr. 46 milljónir kr.

Samstarfsaðilar um 0,5 milljóna kr. framlag frá Ferðamálaráði:

Hvalaskoðunarsamtök Íslands
Fjörukráin
Fosshótel
Hótel Reykholt
Borgfirðingahátíð
Markaðsráð Húsavíkur og nágrennis
Efling Stykkishólms

Samstarfsaðilar um 1,0 milljón kr. framlag frá Ferðamálaráði:

Hótel Keflavík
Sportferðir hf
Höfuðborgarstofa
Hótel Ísafjörður
Sæferðir hf
Bláa Lónið
SBK hf
Upplýsingamiðstöð Ferðamála
Íshestar
Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi

Þá var ákveðið að ganga til samstarfs við 3 umsækjendur til viðbótar sem sóttu um 1,0 milljón kr. framlag en fengu ekki. Þeim er boðið samstarf um 0,5 milljóna mótframlag Ferðamálaráðs. En það er sá hluti 0,5 millj. kr verkefna sem ekki kom til úthlutunar. Þessir aðilar eru:

Hópbílar hf
Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar
Hlíðarfjall