Fara í efni

Heimasíða Vestnorden 2003

logoVestNorden2003
logoVestNorden2003

Opnuð hefur verið heimasíða fyrir Vestnorden ferðakaupstefnuna sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum 15.-17. september næstkomandi.

Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðin 20 ár og er hún haldin í september á hverju ári. Hún hefur undanfarið verið haldin á Íslandi annað hvort ár en hitt árið til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Markmiðið með ferðakaupstefnunni er að kynna þeim aðilum úti í heimi, sem selja ferðir til Íslands, Grænlands og Færeyja, það helsta sem er í boði í þessum þremur löndum í ferðaþjónustu. Kaupstefnan í Færeyjum verður sú 18. í röðinni.