Fara í efni

115.800 ferðamenn í mars

Fermenn í mars 2016Um 115.800 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 38,1% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar og 42,9% í febrúar. Þegar litið er til fjölgunar ferðamanna það sem af er ári er hún 35,5% miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til mars árið 2015.

Bretar og Bandaríkjamenn um 52% ferðamanna í mars

10 fjölmennustu þjóðerninUm 76% ferðamanna í mars árið 2016 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 31,5% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (20,4%). Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (5,3%), Frakkar (3,9%), Kínverjar (2,9%), Danir (2,8%), Norðmenn (2,6%), Svíar (2,3%), Kanadamenn (2,2%) og Japanir (2,2%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Kínverjum mest milli ára en 9.196 fleiri Bandaríkjamenn komu í mars í ár en í sama mánuði í fyrra, 8.388 fleiri Bretar og 1.520 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi aukninguna í mars að miklu leyti milli ára eða 59,8% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðumÁttföldum frá Ameríku

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum marsmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010 en um er að ræða meira en fjórfalt fleiri ferðamenn en árið 2010. Fjöldi ferðamanna frá Norður Ameríku hefur áttfaldast, fjöldi ferðamanna frá Bretlandi meira en fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast og ferðamönnum frá löndum sem lenda í hópnum annað nærri sexfaldast. Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Hlutfall Breta og Bandaríkjamanna hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanna - mars 2016Samsetning ferðamanna hefur breyst mikið frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í mars síðastliðnum voru Bretar um 31,5% ferðamanna en voru um fjórðungur árið 2010. Hlutfall N-Ameríkana var 22,6% í nýliðnum mars en var mun lægra árið 2010 eða 12,5%. Norðurlandabúar voru um 26% ferðamanna árið 2010 en árið 2016 var hlutfall þeirra komið í 8,7%. Hlutfall Mið- og S-Evrópubúa og ferðamanna frá öðrum mörkuðum hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010-216.

Ferðir Íslendinga utan

Um 40 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum eða 7.600 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 23,3% fleiri brottfarir en í mars 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í mars - tafla