Fara í efni

Námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingaveitu til ferðamanna

UpplýsingamiðstöðvarÁrlegt námskeið Ferðamálastofu fyrir starfsfólk í upplýsingaveitu til ferðamanna verður haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands – Námunni 2. júní frá kl. 13-17. Námskeiðið er fyrir alla þá sem koma að upplýsingaveitu til ferðamanna s.s. starfsfólk upplýsingamiðstöðva, gestastofa, safna, gististaða, sundlauga, verslana o.s.frv.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir mikilvægi réttrar upplýsingagjafar, hvar traustar upplýsingar er að finna, hvernig skuli bera sig að við upplýsingagjöf og ýmis konar atriði tengd öryggismálum ferðamanna.

Boðið upp á fjarfund

Líkt og síðustu ár verður boðið upp á fjarfundi um allt land sé þess óskað. Ferðamálastofa greiðir ferðakostnað starfsfólk opinberra upplýsingamiðstöðva á næsta fjarfundarstað.

Takið daginn frá! Dagskrá og skráning auglýst síðar.