Fara í efni

Úthlutanir Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á vefsjá

Úthlutanir framkvæmdasjóðs á vefsjáÁ nýrri vefsjá Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er nú hægt að skoða úthlutanir sjóðsins frá upphafi eftir staðsetningu verkefnis. Kortið veitir áhuagverða sýn á dreifingu verkefna um landið og hægt er að þysja inn og smella á hverja úthlutun um sig.

Þær upplýsingar sem birtast eru:

    • Nafn þess sem fékk úthlutun og úthlutunarár
    • Númer úthlutunar
    • Staðarheiti
    • Upphæð
    • Stutt lýsing á verkefni

Á meðan kortið er skoðað í tiltölulega litum aðdrætti geta birst upplýsingar um margar úthlutanir undir sama punktinum. Sumar úthlutanir eiga við stærri svæði og þá var eftir atvikum valinn miðpunktur svæðis eða heimilisfang þess sem fékk úthlutun. Tæknileg útfærsla var í höndum Alta ehf.