Fara í efni

Upptaka og erindi frá námskeiði fyrir fólk í upplýsingagjöf

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Nú er komin hér inn á vefinn efni frá námskeiði Ferðamálastofu fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra sem sinna upplýsingagjöf til ferðamanna. Metþátttaka var á námskeiðinu sem sent var út til 12 staða á landinu.

Námskeiðið miðaðist við starfsfólk upplýsingamiðstöðva líkt og verið hefur. Þá var í ár ákveðið að höfða einnig til allra þeirra sem starfa við móttöku og upplýsingagjöf til ferðamanna, hvort sem er á gististöðum, sundlaugum, söfnum, bensínstöðvum o.s.frv. og virðist það hafa gefið góða raun. Bendum einnig á Leiðbeiningarit fyrir starfsfólk upplýsingamistöðva.

Hér er aðgengilegt bæði glærur fyrirlesara og upptaka frá námskeiðinu:

Upptaka:

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva from Ferðamálastofa on Vimeo.

Fyrirlestrar - glærur:

Mikilvægi upplýsingamiðstöðva
– Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir sérfræðingur hjá Ferðamálastofu.

Hvar finn ég fyrirtæki í ferðaþjónustu? Gagnagrunnur og leitarvél Ferðamálastofu
– Halldór Arinbjarnarson upplýsingastjóri Ferðamálastofu

Ólíkir menningarheimar. Þjónusta og samskipti
- Áslaug Briem verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu.
Sjá einnig ritið: Mismunandi menningarheimar á vef VAKANS 

Öryggismál í ferðaþjónustu
- Jónas Guðmundsson verkefnisstjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg.