Fara í efni

Útskrift frá Leiðsöguskólanum

Útskriftarhópurinn.
Útskriftarhópurinn.

Fimmtudaginn 22. maí útskrifuðust 47 fagmenntaðir leiðsögumenn frá Leiðsöguskólanum, 29 gönguleiðsögumenn og 18 úr almennri leiðsögn.

Á haustönn taka allir nemendur kjarnafög en segja má að þá safni nemendur þekkingu um land og þjóð í sarpinn og fá þjálfun í að segja frá á sínu kjörmáli. Á seinni önninni velja nemendur sér kjörsvið en í ár gátu nemendur valið um almenna leiðsögn og gönguleiðsögn. Mikil áhersla er lögð á verklega þjálfun og fara nemendur í æfingaferðir þar sem þeir samþætta námið í skólanum við leiðsögustarfið. Nemendur í almennri leiðsögn fara hringinn í kringum landið í kennslustofunni þar sem þau læra um sérkenni hvers svæðis og á vorönn fara þau í sex æfinga- og prófferðir í rútu.
Í gönguleiðsögn fara nemendur á tvö helgarnámskeið í vetrarferðamennsku og ferðamennsku á jöklum, sólarhrings rötunarferð og læra að þvera straumvötn – að auki fá þau þjálfun í leiðsögn í rútu og fara í þrjár slíkar æfingar- og prófferðir.

Að þessu sinni útskrifast nemendur með 8 tungumál, nokkrir með 2 tungumál og einn nemandi með 3 tungumál.