Fara í efni

Ferðasýningar og vinnustofur framundan

Ferðasýningar og vinnustofur framundan

Íslandsstofa skipuleggur viðburði erlendis og þátttöku á ýmsum erlendum ferðasýningum og landkynningum. Má þar nefna sýningar á borð við World Travel Market og Scandinavia Show í London, TUR sýninguna í Gautaborg, ITB sýninguna í Berlín, og fleiri.

Þá heldur Íslandsstofa vinnustofur og kynningarfundi erlendis fyrir söluaðila Íslandsferða. Í meðfylgjandi-PDF-skjali má finna lista yfir þær ferðasýningar og vinnustofur sem Íslandsstofa stefnir að þátttöku í frá hausti 2014 fram til vors 2015.

Ferðasýningar og vinnustofur 2014-2015

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlega hafið samband í síma 511 4000, með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is eða thorleifur@islandsstofa.is.