Fara í efni

ferdalag.is í nýjum búningi

Forsíða hins nýja ferdalag.is
Forsíða hins nýja ferdalag.is

Upplýsinga- og markaðsvefur Ferðamálastofu fyrir Íslendinga á ferð um eigið land www.ferdalag.is var opnaður í dag í nýju búningi. Hann er í sama útliti og með sömu virkni og www.visiticeland.com sem er í umsjón Íslandsstofu. Tæknivinna, útlitshönnun og virkni var unnin af Janúar markaðshúsi.

Viðamesti gagnagrunnur um íslenska ferðaþjónustu

Við hönnun og smíði vefsins var haft að markmiði að safna saman á einn stað sem mestum upplýsingum sem nýst geta Íslendingum við skipulagningu ferðalaga um eigið land. Þá er þjónustugrunnur Ferðamálastofu með öllum ferðaþjónustuaðilum á landinu tengdur við vefinn, líkt og vefinn visiticeland.com. Gagnagrunnurinn er sá langviðamesti sem til er með upplýsingum um íslenska ferðaþjónustuaðila og þjónustu fyrir ferðafólk. Í grunninum eru nú upplýsingar um yfir þrjú þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land, ásamt ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir ferðafólk, bæði á ensku og íslensku.

Samstarf við markaðsstofur landshlutanna

Samstarf er við markaðsstofur landshlutanna um skráningu og viðhald upplýsinga. Til að mynda halda þær utan um skráningu á áhugaverðum stöðum um allt land. Þar eru nú skráðir yfir 700 staðir. Grunnurinn er öllum aðgengilegur visiticeland.com, ferdalag.is og á vefjum markaðsstofa landshlutanna. Allir aðilar eru hnitsettir og við vefina er tengdur kortagrunnur.