Ofþyngd unglinga - úrræði á Íslandi

Ofþyngd unglinga - úrræði á Íslandi
Hjólaferðamennska

Miðvikudaginn 11. apríl næstkomandi gengst Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir málþingi um heisuferðaþjónustu, nánar tiltekið um stofnun meðferðaþjónustu ætlaða erlendum unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða. Málþingið er haldið í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (austurholti) klukkan: 14:15 - 16:30.

Dagskrá málþings

  • Ofþyngd unglinga - meðferð á íslandi: Er það það raunhæf hugmynd?  Sigmar B Hauksson, ráðgjafi hjá Miðlun og menningu
  • Ofþyngd barna og unglinga, hvað er til ráða?  Dr. Ragnar Bjarnason, prófessor og yfirlæknir Landspítala Háskólasjúkrahúsi
  • Aðstaða fyrir líkamsrækt, íþróttir og afþreyingu fyrir unglinga á Íslandi.  Steinþór Einarsson, sviðsstjóri hjá ÍTR
  • Fundarhlé
  • Ofþyngd unglinga, lausnir og leiðir. Dr. Erlingur S. Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands
  • Hugleiðingar ferðaþjónustubóndans. Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfræðingur á Bjarteyjarsandi
  • Spurningar og svör
  • Ráðstefnuslit. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Að málþingi loknu gefst þátttakendum kostur á að sjá fræðslumyndina: Ofþyngd og sykursýki. Myndin er ætluð unglingum og verður aðgengileg á netinu.

Skráning á málþing um ofþyngd unglinga

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, www.arctic-images.com
 

 


Athugasemdir