Vinnustofur í Evrópu með seljendum Íslandsferða

Vinnustofur í Evrópu með seljendum Íslandsferða
innanlandskönnun6

Íslandsstofa skipuleggur röð funda í Evrópu með helstu söluaðilum Íslandsferða á hverju markaðssvæði.

Tilgangur fundanna er að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið „Ísland allt árið" samhliða því að ræða markaðssetningu á Íslandi á viðkomandi svæði. Íslenskum  fyrirtækjum mun gefast kostur á að funda með söluaðilum og kynna vöruframboð sitt veturinn 2012 -2013. 

Vinnufundir verða haldnir í eftirfarandi borgum:

17. apríl    Frankfurt 
18. apríl    München
24. apríl    Osló
25. apríl    Stokkhólmur
26. apríl    Kaupmannahöfn 
9. maí       París
10. maí     Amsterdam

Áhugasamir sem ekki hafa þegar staðfest þátttöku eru beðnir að gera það nú þegar.

Nánari upplýsingar um vinnustofur í Skandinavíu veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000

Nánari upplýsingar um vinnustofur í Þýskalandi, París og Amsterdam veitir Davíð Jóhannsson, david@islandsstofa.is eða í síma 545 7828

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com


Athugasemdir