Fara í efni

Tökum þátt og bjóðum heim í eldhús!

borða
borða

Nú stendur yfir vorátak Inspired by Iceland makaðsherferðarinnar. Að þessu sinni er erlendum ferðamönnum boðið að kynnast íslenskri matarmenningu í stórbrotnu umhverfi íslenskrar náttúru, í litlu ferðahúsi á hljólum sem hefur fengið nafnið Eldhús. Húsið er flutt um landið og gestakokkar og áhugafólk um matreiðslu skiptist á um að útbúa veislumáltíð fyrir gesti. Húsið rúmar fjóra auk gestgjafa og matreiðslumanns.

Eitt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða er gestrisni og góður matur. Við viljum hvetja alla til þess að taka þátt í þessu verkefni og gera sem flestum kleift að kynnast íslenskri gestrisni. Bjóðum ferðamönnum heim í eldhús og leyfum þeim að kynnast íslenskri matargerð. Gerum Ísland að ógleymanlegum áfangastað fyrir ferðamenn.

Hægt er að skrá heimboð á heimasíðu Inspired by Iceland
Takið þátt og gerum íslandsheimsókn að óviðjafnanlegri reynslu fyrir gesti okkar!

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com