VAKINN fær afar jákvæðar viðtökur ? upptökur frá kynningarfundum

VAKINN fær afar jákvæðar viðtökur ? upptökur frá kynningarfundum
innanlandskönnun5

Óhætt er að segja að VAKINN, hið nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, hafi fengið afar jákvæðar viðtökur og þegar hafa borist umsóknir frá mörgum öflugum fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu.

Nú er lokið fyrstu lotu í kynningu á VAKANUM en haldnir voru kynningarfundir víða um land og sóttu þá um 200 manns. Verið er að vinna í að ganga frá efni frá fundunum þannig að það verði öllum aðgengilegt á vefnum. Nú þegar er hægt að nálgast erindi allra fyrirlesara og einnig horfa á upptökur af fundunum. Meira efni mun bætast við næstu daga. Efni frá kynningarfundum VAKANS

Umsókn í VAKANN
Umsókn um þátttöku í VAKANUM fer fram með rafrænum hætti á vef VAKANS. Sem fyrr segir hafa þegar borist umsóknir frá mörgum öflugum fyrirtækjum og mun listi yfir þau birtast innan skamms, eða um leið og búið er að ganga frá samningum.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com


Athugasemdir