Fara í efni

Mikið hrun í íshelli í Kverkfjöllum ? Ferðafólk sýni ítrustu varfærni

Sigurðarskáli
Sigurðarskáli

Aðstæður við íshellinn í Kverkfjöllun, innan við Sigurðarskála, eru afar varasamar og er vert að hvetja ferðafólk til að sýna ítrustu varfærni á ferð um svæðið.

Mikið hrun hefur verið í og við íshellinn í sumar og er skemmst að minnast hörmulegs banaslyss sem þar varð ekki alls fyrir löngu. Að sögn landvarða eru aðstæður með þeim hætti að nú hrynur meira og minna úr ísstálinu við og fyrir ofan hellinn á hverjum einasta degi og má búast við stærri fyllum á hverri stundu. Ferðaþjónustuaðilar og leiðsögumenn eru hvattir til að brýna þessar hættur fyrir fólki á sínum vegum, leita sér nýjustu upplýsinga hjá landvörðum og taka fullt mark á þeim varúðarskiltum og leiðbeiningum sem eru á svæðinu.

Myndin af Sigurðarskála er fengin af vef Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.