Fara í efni

Reykjavík Real Food Festival

Reykjavík Real Food Festival
Reykjavík Real Food Festival

Full Borg Matar - Reykjavík Real Food Festival er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matargerð sem haldin verður í Reykjavík dagana 14.-18. september í haust. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskan mat og matarhefðir á léttan og skemmtilegan hátt fyrir íslendingum og erlendum ferðamönnum.

Dagskrá hátíðarinnar verður sneisafull af skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt verður að prufa, smakka og kaupa ýmsar matvörur og veitingar úr fersku íslensku hráefni, beint frá framleiðendum. Almenningur og erlendir ferðamenn geta tekið virkan þátt í hátíðinni með því að mæta á viðburði, fara á veitingastaði, taka þátt í uppskriftasamkeppnum, sækja námskeið og ýmsa fræðslu um holler matarvenjur, matargerð, heimaræktun, endurvinnslu og samfélagslega ábyrgar neysluvenjur svo eitthvað sé nefnt, eins og segir í tilkynningu.

Nánar um hátíðina (PDF)

Mynd: Rgnar Th. Sigurðsson /arctic-images.com