Fara í efni

Ný fréttatilkynning og kort

kort1
kort1

Ferðamálastofa hefur í dag sent út nýjar fréttatilkynningar á ensku og íslensku um stöðu mála vegna rofs hringvegarins við Múlakvísl. Þá hefur Vegagerðin einnig breytt upplýsingaskiltinu sem sett verður upp á nokkrum stöðum um landið. Í stað lokunar vegarins kemur nú fram að bílar séu ferjaðir yfir.

Unnið er hörðum höndum að því að ástandið valdi sem minnstri röskun fyrir ferðafólk. Smíði á nýrri brú er þegar hafin og standa vonir til að eðlileg umferð komist aftur á um eða eftir miðja næstu viku. Á meðan hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að greiða úr ferðum fólks.

Hvaða leiðir eru opnar?
Sérútbúnir trukkar eru við brúarstæðið og geta ferjað alla venjulega bíla yfir ána. Flutningar eru í gangi frá því kl. 7 á morgnanna til miðnættis. Á álagstímum má búast við talsverðri bið.
Hægt er að komast á milli byggða á Suðurlandi með því að fara Fjallabaksleið nyrðri (F208) en hún er ekki fær fólksbílum. Umferð þar hefur aukist talsvert og Vegagerðin hefur gert ráðstafanir til að bæta veginn en hann þolir þó ekki alla umferð sem að jafnaði fer um hringveginn, og er heldur ekki fær fólksbílum, sem fyrr segir. Áætlunarferðir langferðabíla munu fara um Fjallabaksleið á meðan þetta ástand varir.

Sameinast um rétta upplýsingagjöf
Þá er vert að ítreka að allir þeir sem koma að upplýsingagjöf til ferðafólks sameinist um að veita sem bestar og réttastar upplýsingar - komi á framfæri að þrátt fyrir að brúna hafi tekið af þá er hringvegurinn í raun fær með bílaferjunum og stærri 4x4 bílar komast að fjallabaki.

Fréttatilkynningar og myndir
Meðfylgjandi er nýjasta af fréttatilkynningu á ensku og íslensku vegna ástandsins við Múlakvísl, bæði sem word og PDF. Tilkynninguna er hægt er að prenta út og hengja upp á stöðum þar sem ferðafólk leitar upplýsinga. Einnig fylgir kort af Íslandi sem sýnir staðsetningu Múlakvíslar og legu Fjallabaksleiðar nyrðri og mynd af skilti Vegagerðarinnar.

Hér má einnig sjá myndir sem teknar voru við Múlakvísl í gær.

Vefsíður til að fylgjast með: