Fara í efni

Safetravel.is sækir í sig veðrið

safetravel
safetravel

Heimsóknum á vef Landsbjargar safetravel.is fölgar stöðugt. Þá færist í vöxt að fólk noti vefinn til að skrá ferðááætlanir sínar.

Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er augljós tenging við atvik á við gos, jökulhlaup og aðra náttúruviðburði en þegar slíkt gerist stökkva heimsóknir upp úr öllu valdi. „Það má einnig merkja mikla aukningu á því að fólk skrái ferðaáætlanir sínar á vefnum og þann laugardag sem brúna tók af Múlakvísl mátti sjá allnokkrar slíkar frá ferðamönnum sem óku Fjallabak nyrðra. Allt þetta sýnir okkur að við erum á réttri leið með síðuna og ekki síður að þörf fyrir svona síðu er mikil og með góðri samvinnu má efla og styrkja hana ennfrekar,” segir Jónas.

Eins og fram hefur komið þá hafa Ferðamálastofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg skrifað undir samstarfssaming vegna safetravel.is en með honum tekur Ferðamálastofa að sér að styðja við verkefnið á árunum 2011 til 2013.

www.safetravel.is