Fara í efni

Fundir með ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru boðaðir til fundar í dag, mánudag, til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að þjóðvegur 1 rofnaði við Múlakvísl. Fundirnir verða sem hér segir.

Kl. 17:00 í Hótel Höfðabrekku.
Kl. 21:00 í félagsheimilinu Kirkjubæjarklaustri.

Á fundunum verða fulltrúar frá Almannavörnum, Vegagerðinni og Ferðamálastofu.