Fara í efni

Álíka margir erlendir gestir sóttu Ísland heim í fyrra og árið áður

Brottfarar 2010
Brottfarar 2010

Heildarfjöldi erlendra gesta árið 2010 var tæplega 495 þúsund árið 2010 og er um að ræða 0,2% aukningu frá 2009 en þá voru erlendir gestir 494 þúsund talsins. 

Langflestir erlendra gesta eða 93% fóru um Keflavíkurflugvöll, 4% um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll og 3% með Norrænu um Seyðisfjörð.  Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en tæplega 74 þúsund erlendir gestir komu til landsins með skemmtiferðaskipum árið 2010, 2% fleiri en á árinu 2009 þegar þeir voru tæplega 72 þúsund talsins. 

Heildarfjöldi gesta

 

 

 

Breyting milli ára

 

         2009

        2010

                Fjöldi

(%)

Leifsstöð

      464.536    

      459.252    

-   5.284    

-1,1

Seyðisfjörður

        13.866    

        15.336    

     1.470    

10,6

Reykjavík, Akureyri, Egilsst.

        15.539    

        20.181    

     4.642    

29,9

Samtals

      493.941    

      494.769    

        828    

0,2


Brottfarir um Leifsstöð
Samkvæmt brottfarartalningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru 459.252 erlendir gestir frá landinu um flugstöðina á árinu 2010, sem er fækkun um 5.300 gesti frá árinu áður eða 1,1% milli ára. Erlendum gestum fjölgaði milli ára í febrúarmánuði, mars, júlí, október og desember, svipaður fjöldi kom í júní og nóvember árið 2010 og árið áður en erlendum gestum fækkaði  hins vegar milli ára í janúarmánuði, apríl, maí, ágúst og september. Allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð eru inni í þessum talningum, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls.

Janúar - maí
Framan af ári eða þar til gosið hófst 13. apríl í Eyjafjallajökli hafði orðið 6,9% aukning erlendra gesta til landsins í samanburði við sama tímabil árinu áður. Sem vænta mátti hafði gosið veruleg áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu. Þannig fækkaði erlendum gestum um Leifsstöð í aprílmánuði um 17% milli ára og í maímánuði um 18% milli ára. Þrátt fyrir mikið umrót í flugsamgöngum fjölgaði Bretum  hins vegar á tímabilinu janúar til maí 2010 í samanburði við sama tímabil á árinu 2009 og fjöldi N-Ameríkana var svipaður. Norðurlandabúum fækkaði hins vegar umtalsvert og nokkur fækkun var frá Mið- og S-Evrópu og frá öðrum löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,annað".

Júní-ágúst
Um 227 þúsund erlendir gestir heimsóttu landið um Leifsstöð sumarið 2010 og er aðeins um að ræða lítils háttar fækkun gesta frá árinu áður eða 0,6%. Sumarmánuðirnir þrír eru stærstu ferðamannamánuðir ársins en þá kemur um helmingur erlendra gesta til landsins um Leifsstöð.  Aldrei hafa fleiri Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar komið til landsins og sumarið 2010 en Þjóðverjar eru langfjölmennastir erlendra gesta yfir sumarmánuðina. Talsverð fækkun var hins vegar frá öðrum löndum Mið- og S-Evrópu sem talin eru eða frá Hollandi, Spáni og Ítalíu. Svipaður fjöldi kom frá Norðurlöndunum og í fyrra, 7% færri Bretar komu til landsins og tæp 6% færri frá öðrum löndum innan og utan Evrópu.  N-Ameríkönum fjölgaði hins vegar umtalsvert eða um 18,6%.

September- desember 
Erlendum gestum fjölgaði um 3,2% á tímabilinu september – desember milli ára en þeir voru um 115 þúsund árið 2010 eða 3.500 fleiri en á árinu 2009. N-Ameríkönum fjölgaði verulega milli ára eða um þriðjung en álíka margir komu frá Norðurlöndunum, Mið- og S-Evrópu og löndum sem falla undir ,,annað”. Bretum fækkaði hins vegar um 7% milli ára.  

 

Íslendingar
Brottförum Íslendinga fjölgaði mikið á milli ára, þannig fóru tæplega 294 þúsund Íslendingar utan á árinu 2010 en á árinu 2009 fóru tæplega 255 þúsund utan. Aukningin nemur 15,4% milli ára.

Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má sjá í töflunum hér að neðan og í meðfylgjandi Excel skjölum.

Janúar-desember eftir þjóðernum

   

Janúar-desember eftir markaðssvæðum

 

 

 

 

Breyting milli ára

  Til baka í yfirlit