Fara í efni

Undirritun samstarfssamnings um sögutengda ferðaþjónustu

Sögutengt samningur
Sögutengt samningur

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, undirrituðu á laugardaginn samstarfssamning til eins árs um stuðning við starf samtakanna.

Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að uppbyggingu á söguferðaþjónustu víða um land auk þess sem verður unnið að því að gera heildstæða ferðapakka tilbúna til markaðssetningar.

Samningurinn felur í sér 2 m.kr. fjárframlag frá ráðuneytinu til viðbótar við þær 1,7 m.kr. sem samtökin fá gegnum fjárlög 2011. Auk þess fá samtökin aðgang að sérfræðingi á Ferðamálastofu til að starfa að því að ná markmiðum samstarfsins. Sigrún Hlín Sigurðardóttir verður starfsmaður verkefnisins.

Heimasíða samtakanna:
http://www.sagatrail.is/