Fréttir

Álíka margir erlendir gestir sóttu Ísland heim í fyrra og árið áður

Heildarfjöldi erlendra gesta árið 2010 var tæplega 495 þúsund árið 2010 og er um að ræða 0,2% aukningu frá 2009 en þá voru erlendir gestir 494 þúsund talsins.  Langflestir erlendra gesta eða 93% fóru um Keflavíkurflugvöll, 4% um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll og 3% með Norrænu um Seyðisfjörð.  Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en tæplega 74 þúsund erlendir gestir komu til landsins með skemmtiferðaskipum árið 2010, 2% fleiri en á árinu 2009 þegar þeir voru tæplega 72 þúsund talsins.  Heildarfjöldi gesta       Breyting milli ára            2009         2010                 Fjöldi (%) Leifsstöð       464.536           459.252     -   5.284     -1,1 Seyðisfjörður         13.866             15.336          1.470     10,6 Reykjavík, Akureyri, Egilsst.         15.539             20.181          4.642     29,9 Samtals       493.941           494.769             828     0,2 Brottfarir um LeifsstöðSamkvæmt brottfarartalningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru 459.252 erlendir gestir frá landinu um flugstöðina á árinu 2010, sem er fækkun um 5.300 gesti frá árinu áður eða 1,1% milli ára. Erlendum gestum fjölgaði milli ára í febrúarmánuði, mars, júlí, október og desember, svipaður fjöldi kom í júní og nóvember árið 2010 og árið áður en erlendum gestum fækkaði  hins vegar milli ára í janúarmánuði, apríl, maí, ágúst og september. Allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð eru inni í þessum talningum, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Janúar - maíFraman af ári eða þar til gosið hófst 13. apríl í Eyjafjallajökli hafði orðið 6,9% aukning erlendra gesta til landsins í samanburði við sama tímabil árinu áður. Sem vænta mátti hafði gosið veruleg áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu. Þannig fækkaði erlendum gestum um Leifsstöð í aprílmánuði um 17% milli ára og í maímánuði um 18% milli ára. Þrátt fyrir mikið umrót í flugsamgöngum fjölgaði Bretum  hins vegar á tímabilinu janúar til maí 2010 í samanburði við sama tímabil á árinu 2009 og fjöldi N-Ameríkana var svipaður. Norðurlandabúum fækkaði hins vegar umtalsvert og nokkur fækkun var frá Mið- og S-Evrópu og frá öðrum löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,annað". Júní-ágústUm 227 þúsund erlendir gestir heimsóttu landið um Leifsstöð sumarið 2010 og er aðeins um að ræða lítils háttar fækkun gesta frá árinu áður eða 0,6%. Sumarmánuðirnir þrír eru stærstu ferðamannamánuðir ársins en þá kemur um helmingur erlendra gesta til landsins um Leifsstöð.  Aldrei hafa fleiri Frakkar, Svisslendingar og Þjóðverjar komið til landsins og sumarið 2010 en Þjóðverjar eru langfjölmennastir erlendra gesta yfir sumarmánuðina. Talsverð fækkun var hins vegar frá öðrum löndum Mið- og S-Evrópu sem talin eru eða frá Hollandi, Spáni og Ítalíu. Svipaður fjöldi kom frá Norðurlöndunum og í fyrra, 7% færri Bretar komu til landsins og tæp 6% færri frá öðrum löndum innan og utan Evrópu.  N-Ameríkönum fjölgaði hins vegar umtalsvert eða um 18,6%. September- desember Erlendum gestum fjölgaði um 3,2% á tímabilinu september – desember milli ára en þeir voru um 115 þúsund árið 2010 eða 3.500 fleiri en á árinu 2009. N-Ameríkönum fjölgaði verulega milli ára eða um þriðjung en álíka margir komu frá Norðurlöndunum, Mið- og S-Evrópu og löndum sem falla undir ,,annað”. Bretum fækkaði hins vegar um 7% milli ára.    ÍslendingarBrottförum Íslendinga fjölgaði mikið á milli ára, þannig fóru tæplega 294 þúsund Íslendingar utan á árinu 2010 en á árinu 2009 fóru tæplega 255 þúsund utan. Aukningin nemur 15,4% milli ára. Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má sjá í töflunum hér að neðan og í meðfylgjandi Excel skjölum. Brottfarir um Leifsstöð 2002-2010 (Excel) Janúar-desember 2010 samanborið við 2009 (Excel) Janúar-desember eftir þjóðernum     Janúar-desember eftir markaðssvæðum         Breyting milli ára         Breyting milli ára   2009 2010 Fjöldi (%)     2009 2010 Fjöldi (%) Bandaríkin 43.909 51.166 7.257 16,5   Norðurlönd 119.742 112.757 -6.985 -5,8 Bretland 61.619 60.326 -1.293 -2,1   Bretland 61.619 60.326 -1.293 -2,1 Danmörk 40.270 38.139 -2.131 -5,3   Mið-/S-Evr. 135.021 132.005 -3.016 -2,2 Finnland 11.566 11.012 -554 -4,8   N.-Ameríka 54.972 64.613 9.641 17,5 Frakkland 28.818 29.255 437 1,5   Annað 93.182 89.551 -3.631 -3,9 Holland 19.262 17.281 -1.981 -10,3   Samtals 464.536 459.252 -5.284 -1,1 Ítalía 12.645 9.692 -2.953 -23,4             Japan 7.048 5.580 -1.468 -20,8             Kanada 11.063 13.447 2.384 21,5             Kína 5.368 5.194 -174 -3,2             Noregur 36.485 35.662 -823 -2,3             Pólland 14.340 13.253 -1.087 -7,6             Spánn 13.771 12.237 -1.534 -11,1             Sviss 8.646 9.163 517 6,0             Svíþjóð 31.421 27.944 -3.477 -11,1             Þýskaland 51.879 54.377 2.498 4,8             Annað 66.426 65.524 -902 -1,4             Samtals 464.536 459.252 -5284 -1,1              
Lesa meira

Taktu þátt í að móta ferðamálastefnu Reykjavíkur

Reykjavíkurborg vinnur að nýrri ferðamálastefnu fyrir 2011 – 2020. Um það bil 300 manns úr ýmsum geirum þjóðfélagsins hafa nú þegar lagt vinnunni lið með hugmyndum sínum í ólíkum þemahópum og lagt drög að nýrri stefnu. Nú er kallað eftir hugmyndum almennings um hvernig  Reykjavík getur orðið að enn betri áfangastað fyrir ferðamenn á komandi áratug. Þátttaka í að mótun ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011 – 2020 er einstakt tækifæri fyrir borgarbúa og landsmenn alla til þess að koma með sínar hugmyndir og verða lýðræðislegur hluti af þróun ferðamannaborgarinnar Reykjavíkur í ört vaxandi atvinnugrein. Því hvetjum við alla til að taka þátt með því að fara inn á www.reykjavík.is og smella þar á viðeigandi vefborða. Ljóst er að Reykjavík hefur mörg tromp í hendi sér þegar kemur að ferðaþjónustu. Hún er ein af þremur atvinnugreinum í landinu sem skilar hvað mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og fjölmargir rekstraraðilar í borginni hafa verulegan ávæning af þjónustu við ferðamenn. Almenn bjartsýni er ríkjandi í greininni þar sem eldgosið í Eyjafjallajökli fyrra og Inspired by Iceland markaðsátakið er talið munu skila fleiri ferðamönnum til landsins nú í ár og á komandi árum en í fyrra. Borgarferðir hafa færst í vöxt á heimsvísu. Að auki hafa erlend stórblöð og ferðavefir svo sem eins og Lonely Planet, CNN Travel, New York Times Travel, SkyScanner.net og SmarterTravel. Com sett  Reykjavík og Ísland í topp 10 sætin yfir mest spennandi áfangastaðina að sækja heim. Reykvísk menning, hönnun, græn svæði, aðstaða til heilsuræktar og fjölbreytt úrval afþreyingar í ferðaþjónustu gera borgina að heillandi áfangastað árið um kring. Borgarbúar og innlendir gestir geta ekki haldið uppi þeim fjölda veitingastaða, kaffihúsa og verslana sem gestum miðborgarinnar stendur til boða en með þeirri viðbót sem hlýst af 500 þúsund erlendum gestum tekst rekstraraðilum í borginni að halda upp hærra þjónustustigi en ella. Því er það allra akkur að hlúa vel að ferðaþjónustu framtíðarinnar. Mikilvægt er að rödd allra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu sem og almennings fái að heyrast meðan á þessari vinnu stendur og að þau tækifæri sem búa í borginni og íbúum hennar verði skoðuð og nýtt eftir megni. Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Benediktsson, formaður menningar og ferðamálasviðs í síma 660 6514 og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu í síma 693 9361.
Lesa meira

Samstarfssamningur undirritaður um færnikröfur í ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar hlutu styrk í haustúthlutun Starfsmenntaráðs  m.a. vegna samstarfsverkefnis um færnikröfur í ferðaþjónustu. Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli SAF, Starfsgreinasambandsins ( SGS) og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins ( FA) um að leggja grunn að heildstæðu námi fyrir ófaglærða starfsmenn í ferðaþjónustu. Auk þeirra koma að verkefninu fulltrúar fræðsluaðila, helstu stéttarfélaga og fræðslusjóða sem mynda auk SAF og SGS fagráð í ferðaþjónustu og er afrakstur þess samstarfs m.a. námsskrárnar Færni í ferðaþjónustu I og Færni í ferðaþjónustu II. Tilgangur þessa verkefnis er að búa til skýrar námsleiðir í samræmi við nýja hugsun í tilhögun náms bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Er þá fyrst og fremst átt við viðmiðaramma um ævinám en íslensk menntayfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að allt nám í framhaldsskólum sé skilgreint samkvæmt þeim ramma og hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er stefnt að því að aðlaga námstilboð fyrir fullorðna á vinnumarkaði á sama hátt. Ferðaþjónustan ríður á vaðið með þessu samstarfsverkefni. Mynd. Frá undirritun samningsins, f.v. María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF, Skúli Thoroddsen, SGS og Guðrún Reykdal, fjármálastjóri FA.  
Lesa meira

? ... engi hornkerling vil eg vera?

Samtök um Sögutengda ferðaþjónustu gangast fyrir málþingi á Hvolsvelli föstudaginn 14. janúar. Í tenglum við málþingið munu samtökin skrifa undir samning við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um eflingu söguferðaþjónustu. Málþingið hefst kl. 16 og er haldið á Hótel Hvolsvelli. Yfirskrift þess er: “… engi hornkerling vil ek vera. Aðgangur er ókeypis og málþingslok eru kl. 18:30. Undirskrift samningsins við ráðherra verður í Sögusetrinu á Hvolsvelli á laugardaginn. Dagskrá (PDF) (Ath. undirskrift ráðherra frestast til laugardags en að öðru leyti stendur dagskráin eins og þarna kemur fram)
Lesa meira

Stofnun ferðaþjónustuklasa um millilandaflug

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi boðar til undirbúningsfundar vegna stofnunar á  nýjum klasa innan ferðaþjónustunnar. Markmið klasans eru að styðja við aukið millilandaflug til Akureyrarflugvallar og gera Norðurland að eftirsóttum áfangastað allt árið um kring. Allir þeir sem hagsmuni hafa af flugi milli Norðurlands og Evrópu eru hvattir til að mæta á fundinn og leggja þessu mikilvæga máli lið. Fundurinn verður haldinn í Hofi (Naustinu, forsal Hamraborgar) annað kvöld, fimmtudaginn 13. janúar, og hefst kl. 20.00. Dagskrá:     * Kynning á  stöðu verkefnisins    * Kynntar frumniðurstöður úr könnun RMF á ferðavenjum erlendra farþega Iceland Express á Akureyrarflugvelli sumarið 2010    * Almennar umræður  um næstu skref í myndun klasans Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir!
Lesa meira

Nýjar áherslur í ferðamálastarfi Íslands, Grænlands og Færeyja

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og ferðamálaráðherrar Færeyja og Grænlands undirrituðu samstarfssamning landanna á sviði ferðamála í lok desember síðastliðins. Heildarupphæð samningsins er 40 milljónir kr. miðað við gengi dagsins í dag. Megináherslan í samningnum er sem fyrr áhersla á eflingu ferðaþjónustu í löndum þremur en stefnubreyting er fólgin í því að styrkja skuli fremur ferðalög á milli landanna þriggja en að kynna þau úti í heimi sem eina heild. Þess vegna er hluta af samningsfénu ætlað að styrkja ferðir skólahópa á milli landanna til að auka samstarf skóla og bæta þekkingu á löndunum hjá ungu fólki. Tilgangurinn er einnig að styrkja samgöngur á milli landanna, ferðaþjónustu utan sumartímans og að skólasamstarfið nái til sem flestra svæða í löndunum. Gert er ráð fyrir að 25% af samningsfénu nýtist til að styrkja skólasamstarf eða annað samstarf sem eflir innbyrðis kynni í löndunum þremur. Í samstarfinu er lögð áhersla á að fjölga kaupendum og alþjóðlegum fjölmiðlum á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem löndin skiptast á að halda. Samingurinn í heild 
Lesa meira

Svæðisleiðsögunám á Norðurlandi

Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á nám í svæðisleiðsögu á Norðurlandi í samvinnu við  Leiðsöguskólann í MK og SBA- Norðurleið.  Námið er alls 22 einingar og fer kennsla fram við Háskólann á Akureyri.   Námið verður einnig í boði í  fjarkennslu  á starfssvæði  Þekkingarnets Þingeyinga  og Farskólans-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Áætlað er að kennsla hefjist um miðjan febrúar og ljúki í byrjun desember 2011.  Gerð er ráð fyrir að kennt verði einn seinni part í hverri viku, þriðjudaga frá kl. 16:30 til 21:10 eða 21:50. Einnig verða farnar um 5 - 6 vettvangsferðir á hvorri önn, oftast á laugardögum. Að námi loknu fær fólk réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Norðurlandi. Vakin er sérstök athygli á því að leiðsögumenn með réttindi geta setið staka áfanga í náminu. Hér má sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins og áfangalýsingar.Skráningar fara fram á vef Símenntunar. Mikilvægt er að fram komi við skráningu á hvaða tungumáli nemandi vilji taka inntökupróf.  Skráningarfrestur er til 17. janúar. Munið  niðurgreiðslur á námskeiðskostnaði hjá  starfsmenntasjóðum stéttarfélaganna. Nánari upplýsingar og skráning í síma 4608090 / 4608091 Veffang: www.unak.is/simenntunNetföng: sv@unak.is eða simennt@unak.is
Lesa meira

Gistinætur og gestakomur á hótelum í nóvember

Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 70.300 en voru 71.500 í sama mánuði árið 2009. Athygli er vakin á því að tölurnar ná eingöngu til gistinótta á heilsárshótelum, það er sem opin eru allt árið, en ekki til annara gististaða. Gistinóttum í nóvember fækkaði hlutfallslega mest á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 22%, voru ríflega 1.700 samanborið við 2.200 í nóvember 2009. Á Suðurnesjum voru tæplega 3.000 gistinætur í nóvember, en það er um 5% minna en árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum einnig um 5%, voru 52.500 samanborið við 55.000 í nóvember 2009. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öðrum landshlutum. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 37%, voru 1.100 samanborið við 800 í nóvember 2009. Á Suðurlandi voru 8.800 gistinætur í nóvember sem er 21% aukning frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru gistinætur í nóvember tæplega 3.200 og fjölgaði um 4% miðað við nóvember 2009. Gistinóttum erlendra gesta fækkaði um rúm 2% samanborið við nóvember 2009 á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um tæplega 1%. Nánar á vef Hafstofunnar
Lesa meira

Bird Watching Magazine

Bird Watching Magazine (PDF)    
Lesa meira

Lokaverkefnisverðlaun Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Rannsóknamiðstöð ferðamála veitir árlega 100 þúsund króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verða þau nú afhent í sjötta sinn á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), 24. mars næstkomandi. Dómnefnd er skipuð stjórn og forstöðumanni RMF. Til að verkefni komi til greina þarf það að fjalla um ferðamál og ferðaþjónustu á Íslandi. Skal því hafa verið skilað á árinu 2010 og hlotið fyrstu einkunn. Einnig er horft til þess: Að verkefnið sé frumlegt og leiði hugsanlega til möguleika á nýsköpun í ferðaþjónustu á Íslandi. Að verkefnið uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru alþjóðlega til rannsóknarritgerða og sýni fagleg vinnubrögð í hvívetna. Metið er eftir        + afmörkun viðfangsefnis   + skýrleika rannsóknarspurninga   + Innra samhengi   + Byggingu texta   + Hvort ritgerð byggi á sjálfstæðri rannsóknarvinnu   + Hversu djúpt er kafað í efnið   + Hversu læsilegt og vel frágengið verkið er Eintak af lokaverkefnum skulu send Edward H. Huijbens, forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Borgum v/Norðurslóð, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar eru á www.rmf.is, eða hjá forstöðumanni; edward@unak.is
Lesa meira