Fara í efni

Þrír landkynningarvefir eru í úrslitum í íslensku vefverðlaunanna

Inspired mynd
Inspired mynd

Þrír landkynningarvefir eru í úrslitum í íslensku vefverðlaunanna þetta árið. Verkefnin eru Inspired by Iceland, Iceland wants to be your friend og Iceland Naturally.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir Bestu hönnunina, Frumlegasta vefinn, Athyglisverðasta vefinn að mati félaga í SVEF og Besta vef Íslands 2010. Því eiga þeir vefir sem ekki komust í úrslit enn von á því að fá verðlaun.

Íslensku vefverðlaunin 2010 verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói þann 4. febrúar nk. Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum hefur valið þá vefi sem komast í úrslit.

Dagskráin hefst kl. 18 með fyrirlestri Simon Collison (www.colly.com) sem er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag. Simon mun ræða um stöðu og framtíðarsýn vefiðnaðarins. Að því loknu mun hann afhenda verðlaunin. Aðgangur er ókeypis.

Sjá nánar.