Fara í efni

Ráðstefna um ímynd Norðurlands

Hof
Hof

Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi stendur fyrir stórri ímyndaráðstefnu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri mánudaginn 28 febrúar næstkomandi. Yfirskriftin er einfaldlega „Ímynd Norðurlands“.

Megintilgangur og markmið ráðstefnunnar er ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, ásamt því að kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um möguleika á beinu millilandaflugi til Norðurlands utan háannar og áhrif þess á atvinnulífið, ferðaþjónustuna og samfélagið.

Ferðaþáttur á BBC sendur beint út frá Akureyri
Fyrirlesarar eru bæði íslenskir og erlendis frá. Meðal þeirra er Simon Calder, ritstjóri ferðamála hjá hinu víðlesna dagblaði The Independent í Bretlandi, sem einnig heldur úti vikulegum ferðaþætti á BBC. Fyrir ráðstefnuna mun hann ferðast í nokkra daga um Norðurland, kynna sér svæðið og ferðaþjónustuna og senda þátt sinn á BBC beint út frá Akureyri á milli kl. 13:00 og 15:00 daginn fyrir ráðstefnuna, þ.e. 27. febrúar.

Í skjalinu hér á eftir má sjá nánari dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara.

Ímynd Norðurlands