Björgunarsveitir á hálendinu

Björgunarsveitir á hálendinu
Björgunarsveitir á hálendinu

Undanfarin sumur hafa sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið á hálendinu ferðafólki til aðstoðar. Svo verður einnig í sumar og var verkefninu formlega ýtt af stað fyrir helgina.

Verkefnið gengur þannig fyrir sér að sveitir innan Landsbjargar skiptast á um að vera til aðstoðar á hálendinu, viku í senn. Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ, Björgunarfélag Árborgar, Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð og Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði taka fyrstu vikuna í verkefninu. Sú nýjung verður í sumar að gert verður út frá fjórum stöðum þ.e. Nýjadal, Öskju, Landmannalaugum og Hveravöllum en gámar verða fluttir á þá staði sem björgunarsveitirnar hafa aðsetur í. Verkefnið verður keyrt til 10. ágúst en a.m.k. fyrstu vikuna er Sprengisandsleið lokuð þar sem enn er mikil bleyta í veginum þar.
Aðalstyrktaraðili verkefnisins er N1 en jafnframt koma Vodafone og Gámaþjónustan að því. Þeir sem þurfa að ná á björgunarsveitirnar geta gert það í gegnum 112.


Athugasemdir