Akstur víða bannaður á hálendinu

Akstur víða bannaður á hálendinu
Bílaleigubíll

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á velflestum hálendisvegum og nokkrum leiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi.

Hætt er við áður ákveðna opnun á hálendisveginum á milli Eldgjár og Landmannalauga og mun það frestast um viku.

Nýtt kort alla fimmtudaga
Vegagerðin gefur vikulega út kort yfir ástand fjallvega í byrjun sumars og kemur nýtt kort út vikulega, á fimmtudögum, fram eftir sumri á meðan einhverjir vegir eru lokaðir. Þessum kortum er meðal annars dreift til ferðaþjónustuaðila, á bensínstöðvar og víðar. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að fylgjast nánar með ástandi fjallavega.


Athugasemdir