Fréttir

Kynningarfundir um þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu

Þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu verða kynnt á fundum um allt land næstu daga. Verkefnið, sem fengið hefur nafnið Gáttir, er eins og fram hefur komið vöruþróunarverkefni sem hefur það að markmiði  að fjölga arðbærum vörum/þjónustu á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og vinna úr sérkennum staða á sviði menningar. Verkefnið er til 2ja ára. Kynningarfundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Vestmannaeyjar 10  júní Café María kl. 13:00-16:00 Ísafjörður 16. júní Hótel Ísafjörður kl. 09:30-12:30 Stykkishólmur 18. júní Hótel Stykkishólmur kl. 11:00-14:00 Varmahlíð 19. júní Hótel Varmahlíð kl. 10:00-13:00 Húsavík 20. júní Fosshótel Húsavík kl. 09:00-12:00 Seyðisfjörður 23. júní Hótel Aldan kl. 13:30-16:30 Höfn 24. júní Hótel Höfn kl. 13:00-16:00 Á fundunum fjalla sérfræðingar um menningartengda ferðaþjónustu, vöruþróun og frumkvöðlar í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu segja frá reynslu sinni, auk þess sem verkefnið verður kynnt ítarlega. Fundirnir eru opnir öllum  áhugasömum um vöruþróun á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Dagskrá: 1. Kynning á verkefni ? Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Impru á Nýsköpunarmiðstöð2. Vöruþróunarferlið  - Heiður Björnsdóttir, ParX3. Áfangastaðir í menningartengdri ferðaþjónustu - Háskólinn á Hólum4. Uppbygging Landnámsseturs ? Kjartan Ragnarsson, Landnámssetrinu5. Spurningar og umræður  Dagskráin í PDF-formi til útprentunar Frekari upplýsingar veita:  Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450-4050 netfang: sirry@nmi.is eða Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu í síma 464-9990, netfang: alda@icetourist.is  Nánari upplýsingar hér á vef Ferðamálastofu og hjá Impru.    Verkefnið er á vegum Iðnaðarráðuneytisins og er unnið af Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu
Lesa meira

Rannsókn á markaðsímynd fyrirtækja sem nota visthæfa orkugjafa

Land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands og Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsa eftir áhugasömum nemendum til að rannsaka markaðsímynd fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta visthæft eldsneyti. Um er að ræða meistaranám í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands Viðhorf ferðamanna kannaðVerkefnið mun m.a. leitast við að kanna viðhorf ferðamanna til nýtingar umhverfisvæns eldneytis og kortleggja hvort tveggja afstöðu ferðamanna og áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta visthæft eldsneyti. Verkefnið er samvinnuverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, land- og ferðamálafræðiskorar Háskóla Íslands og íslenskrar NýOrku. Nemandi mun hafa starfsaðstöðu á NýOrku. Fyrir hendi er fjármögnun nemanda (laun) í þrjá mánuði. Áframhaldandi fjármögnun er háð umsóknum um áframhaldandi styrki. Meistaranám í ferðamálafræðumMeistaranám í ferðamálafræðum við HÍ er að öllu jöfnu tveggja ára rannsóknanám (120e) á sérhæfðu sviði ferðamálafræða að loknu BS námi sem gefur prófgráðuna magister scientiarum, MS. Námið samanstendur af sjálfstæðu rannsóknaverkefni (60e eða 90e) og námskeiðum (60e eða 30e).Frekari upplýsingar um meistaranám við land- og ferðamálafræðiskor HÍ er að finna á https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=11259&kennsluar=2008   Frekari upplýsingarÁhugasamir hafi samband við Rannveigu Ólafsdóttur í síma 5255482 eða á netfang ranny@hi.is
Lesa meira

Þriðji umsóknarfrestur Norðurslóðaáætlunar 2007-2013

Þriðji umsóknarfrestur Norðurslóðaáætlunar opnar 20. júní og stendur til 26. september með ákvörðunardagsetningu 5. desember. Opið verður fyrir umsóknir í báðar áherslur áætlunarinnar. Þær eru: Nýsköpun og samkeppnishæfni Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og samfélags. Fyrri umsóknarfresturÁ fyrsta umsóknarfresti 31.10.2007 bárust 22 umsóknir um ný aðalverkefni og voru 12 þeirra samþykkt . Heildarverkefnis-kostnaður þeirra er 13.6 milljónir evra og eru Íslendingar þátttakendur í 4 þessara verkefna, þau eru: North Hunt, Sustainable Hunting Tourism. Samstarfsverkefni Íslands, Finlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Íslenskir þátttakendur eru Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknarsetur ferðaþjónustunnar, Veiðistjórnarsvið Umhverfisstofnunar. NEED, Northern Environment Education Development. Samstarfsverkefni Íslands, Finlands, Noregs og Írlands. Íslenskir þáttakendur eru Fræðasetur Háskóla Íslands, Höfn Hornafirði, Háskólasetrið Húsavík, Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfrum, Þróunarstofa Austurlands, Kirkjubæjarstofa, Þjóðgarðurinn Skaftafelli og sveitarfélögin Hornafjörður, Skaftárhreppur, Fljótsdalshérað og Norðurþing. PELLETime ? Solutions for competitive pellet production in medium size enterprices. Samstarfsverkefni Íslands, Finlands og Skotlands. Íslenskir þátttakendur eru Héraðsskógar, Austurlandsskógar og Skógrækt ríkisins Economuseum Northern Europe. Samstarfsverkefni Íslands, Færeyja, Norður Írlands, Írlands, Noregs og Kanada. Íslenskir þátttakendur eru Fruman Nýheimum, Höfn Hornafirði og Fræðslunet Austurlands. Á öðrum umsóknarfresti 7. 03.2008 bárust 14 umsóknir um ný aðalverkefni og voru 5 þeirra samþykkt. Heildarverkefnis-kostnaður þeirra er 7,04 milljónir evra og eru Íslendingar þátttakendur í 3 þessara verkefna, þau eru: Co-Safe, The cooperation for safety in sparsely populated areas. Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar, Finlands, Skotlands og Grænland. Íslenskir þáttakendur eru FSA Háskólasjúkrahús, Akureyri og Sjúkraflutningaskólinn í samstarfi við fjölmarga innlenda aðila. OLEII, Our Life as Elderly- implementation. Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja. Íslenskir þátttakendur eru Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Northcharr, Sustainable Aquaculture of Arctic charr. Samstarfsverkefni Íslands, Svíþjóðar og Noregs. Íslenskir þátttakendur eru Hólalax ehf, Rifós ehf, Íslandsbleikja ehf, Silfurstjarnan ehf, Klausturbleikja ehf, Skagafjarðarveitur, FISK-Seafood, Akvaplan-Niva og Matís. Alls hafa borist 27 forverkefnisumsóknir og þar af hafa verið samþykkt 14 verkefn , 9 hafnað og 5 eru í matsferli. Allmargar verkefnishugmyndir eru síðan á frumstigi umsóknaferils. Forverkefni hafa þann megin tilgang að að vinna að gerð aðalumsókna, finna samstarfsaðila og hugsanlega fjármögnunaraðila aðalverkefna. Umsóknir um forverkefni eru ekki bundnar neinum sérstökum umsóknartíma. Starfssvæði áætlunarinnar Norðurslóðaáætlun 2007-2013 nær landfræðilega yfir mjög víðfeðmt svæði en þátttökulönd eru Evrópusambandslöndin, Skotland, Norður Írland, Svíþjóð, Finnland og Írland auk Noregs, Íslands, Grænlands og Færeyja. Frekari upplýsingar er að finna á heimsíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is. Tengiliður áætlunarinnar: Byggðastofnun, Þórarinn Sólmundarson, thorarinn@byggdastofnun.is.   
Lesa meira

Ferðamálastofa auglýsir tvær lausar stöður

Ferðamálastofa hefur auglýst tvær stöður lausar til umsóknar. Annars vegar er um að ræða rekstrarstjóra með staðsetningu á skrifstofu stofnunarinnar á Akureyri og hins vegar markaðsfulltrúa á markaðssvið stofnunarinnar í Reykjavík. Rekstrarstjóri - Akureyri Ferðamálastofa leitar eftir rekstrarstjóra með staðsetningu á skrifstofu stofnunarinnar á Akureyri. Um er að ræða 100% starf sem ráðið verður í frá og með 1. september 2008. Rekstrarstjóri mun heyra beint undir ferðamálastjóra en starfssvið rekstrarstjóra er m.a.:- Dagleg fjárhagsleg umsýsla stofnunarinnar.- Vinna að gerð ársáætlana stofnunarinnar og eftirfylgni við þær- Umsjón með samningagerð vegna styrkveitinga stofnunarinnar- Umsjón með samningagerð og fjársýslu vegna alþjóðlegra kynningarmála- Umsýsla vegna starfsmannahalds, í samvinnu við ferðamálastjóra Menntunar- og hæfniskröfur:- Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum greinum er skilyrði- Framhaldsmenntun er æskileg, sér í lagi á sviði mannauðsstjórnunar- Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af fjármálastjórnun hjá hinu opinbera- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur- Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og löngun til að takast á við síbreytileg verkefni- Samskiptahæfni Um nýtt starf er að ræða og viðkomandi starfsmanns bíður því krefjandi vinna við mótun starfsins, auk þess að vinna ásamt öðrum starfsmönnum að því að byggja stofnunina upp til þess að mæta nýjum verkefnum og áskorunum í þessum mikilvæga málaflokki.  Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á www.ferdamalastofa.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2008. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík og vera merktar starfinu, eða á netfangið olof@icetourist.is. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað. Laun verða greidd samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.  Markaðsfulltrúi Reykjavík Ferðamálastofa leitar eftir markaðsfulltrúa í 100% starf á markaðssvið stofnunarinnar í Reykjavík. Markaðsfulltrúi starfar undir stjórn forstöðumanns markaðssviðs að kynningarmálum innanlands og erlendis, sem varða íslenska ferðaþjónustu. Starfssvið:- Samskipti við íslenska ferðaþjónustu- og söluaðila á Íslandi og erlendis.- Aðstoð við starfsfólk Ferðamálastofu á starfsstöðvum erlendis.- Umsjón og  framkvæmd markaðsverkefna í Bretlandi.  - Gerð kynninga og kynningarefnis með markaðsteymi Ferðamálastofu.- Aðstoð við skipulagningu og framkvæmd blaðamannaferða frá öllum mörkuðum. Menntun og hæfniskröfur: - Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði- Framhaldsnám á sviði markaðsmála er kostur- Góð íslensku- og  enskukunnátta er skilyrði, viðbótartungumálakunnátta er kostur- Færni í mannlegum samskiptum- Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum- Reynsla á sviði áætlanagerðar og stefnumótunar er kostur- Þekking á íslenskri ferðaþjónustu æskileg en ekki skilyrði Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á hendur krefjandi störf innan stofnunar sem starfar í þágu sífellt mikilvægari málaflokks í íslensku atvinnulífi. Nánari upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar er að finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun skulu berast til Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík fyrir  1. júlí 2008, eða með netpósti á sigrun@icetourist.is. Launakjör eru samkvæmt samningum ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. ágúst n.k.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigrún Hlín Sigurðardóttir forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, sigrun@icetourist.is.  Öllum umsóknum um starfið verður svarað.  Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um störfin.
Lesa meira

Losunarheimildir koltvísýrings í flugi

Á morgun fimmtudaginn 5. júní verður haldinn kynningarfundur á vegum Flugráðs um áfangaskýrslu stýrihóps um losunarheimildir koltvísýrings í flugi. Þar verður meðal annars fjallað um kostnað flugrekstrar og farþega ef allt flug í Evrópu verður sett í kvótakerfi. Skoða auglýsingu (Pdf)
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí

Í nýliðnum maímánuði fóru 173 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er tæplega 4,5% fækkun á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Þess ber að geta að stærsta hluta fækkunarinnar, eða 5.800 af rúmlega 8.000 farþegum, má rekja til færri skiptifarþega. Það sem af er árinu, eða til loka maí, hafa rúmlega 689 þúsund farþegar farið um völlinn. Er það nánast sami fjöldi og í lok maí í fyrra. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Maí 08. YTD Maí 07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 77.048 307.837 77.432 299.185 -0,50% 2,89% Hingað: 74.497 307.552 78.369 300.337 -4,94% 2,40% Áfram: 4.676 13.870 2.776 12.300 68,44% 12,76% Skipti. 16.970 59.975 22.790 74.162 -25,54% -19,13%   173.191 689.234 181.367 685.984 -4,51% 0,47%
Lesa meira