Fara í efni

Ferðamálastofa verðlaunuð annað árið í röð

Sigga Gróa WTM2008
Sigga Gróa WTM2008

Annað árið í röð fékk Ferðamálastofa viðurkenningu BMI publications sem það ferðamálaráð á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem veitir söluaðilum bestu þjónustuna. Verðlaunin voru veitt á World Travel Market ferðasýningunni í London í liðinni viku.

BMI publications veita árlega verðlaun í nokkrum flokkum til aðila í ferðaþjónustu. Það sölufólk á ferðaskrifstofum og sjálfstæðir söluaðilar sem sendir inn tilnefningarnar og var Ferðamálastofa valin best í flokknum ?Tourist Office offering best assistance to agents for Scandinavia & and the Baltics.? Undir hatti BMI publications eru ýmsir miðlar tengdir ferðaþjónustu þar sem verðlaunin verða rækilega kynnt og er því auglýsingagildið umtalsvert. Jafnframt má Ferðamálastofa nota merki (logo) verðlaunanna. Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu fyrir Bretland, veitti verðlaununum viðtöku og á meðfylgjandi mynd er hún með viðurkenningarskjalið.