Fara í efni

Suðureyri í sviðsljósinu í nýrri kynningarmynd um sjóstangveiði

Sjóstangveiðimyndband
Sjóstangveiðimyndband

Veiðiferð til Suðureyrar er viðfangsefni á nýju kynningarmyndbandi frá fyrirtækjunum Daiwa og Cormoran en þau eru leiðandi í framleiðslu og sölu á búnaði til sjóstangveiði. Diskinum verður dreift í hundruðum þúsunda eintaka um allan heim.

Að sögn Elíasar Guðmundssonar hjá fyrirtækinu Hvíldarkletti á Suðueyri, sem m.a. leigir út báta til sjóstangveiði, kom veiðihópur sem kallast Daiwa team til Suðureyrar síðastliðið sumar. Hann samanstendur af þekktustu veiðimönnum Þýskalands og nýtur mikillar virðingar. Mynddiskurinn er einstakur hvað það varðar að hópurinn náði á filmu þegar hann veiddi 175 kg lúðu út af Súgandafirði og prýðir mynd af henni hulstrið á diskinum. ?Kynning sem þessi er einstök landkynning og sérstaklega fyrir fyrirtæki okkar því söluhluti myndbandsins er unni í samstarfi við samstarfsaðila Hvíldarkletts í Þýskalandi,? segir Elías.