Matur 2008 og Ferða- og Golfsýningin 2008

Matur 2008 og Ferða- og Golfsýningin 2008
ferðasýning 2007

Þrjár stórar sýningar verða haldnar dagana 28.-30. mars næstkomandi í Fífunni í Kópavogi. Um er að ræða sýninguna Matur 2008, Ferðasýninguna 2008 og sýninguna Golf á Íslandi 2008. Samstarfsaðilar Ferðasýningarinnar 2008 eru Ferðamálasamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Golfsamband Íslands.

Í kynningu á sýningunni segir m.a. markmið ferasýningarinnar sé að auka áhuga Íslendinga á ferðamennsku og ferðaþjónustu á Íslandi og kynna almenningi og fagaðilum framboð á íslenskri ferðaþjónustu. Ennfremur er tilgangurinn að kynna möguleika golfíþróttarinnar hérlendis sem erlendis í tengslum við ferðalög og veita upplýsingar um fræðslu menntun og umhverfismál í ferðaþjónustunni.

Föstudagurinn 28. mars er ætlaður fagaðilum eða "business to business". Opið er fyrir almenning á laugardag og sunnudag. Myndin er frá Ferðasýningunni í Fífunni 2007.

Sjá nánar um sýninguna hér (PDF) og á vef Íslandsmóta.


Athugasemdir