Fréttir

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið gerist aðildafélagi að Ráðstefnuskrifstofu Íslands

Síðastliðinn föstudag var undirritaður formlegur samningur milli Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Eignarhaldsfélagsins Portus hf, sem er að byggja og kemur til með að reka Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Með samningi þessum gerist Eignarhaldsfélagið Portus hf aðildarfélagi að Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Samningurinn gildir frá júlí 2007 en samstarf á milli Ráðstefnuskrifstofunnar og Portus hefur raunar staðið yfir í meira en ár með margvíslegri starfsemi s.s. sameiginlegri þáttöku á sérhæfðum ferða- og ráðstefnusýningum erlendis, kynningum í Bandaríkjunum, móttöku erlendra blaðamanna og umfjöllum í húsið í erlendum fagtímartitum.Byrjað var að bóka í húsið á síðasta ári fyrir fyrstu rekstrarár hússins, mikið er um fyrirspurnir og bókanir vonum framar að sögn forsvarsmanna Portus. Ráðstefnuskrifstofa Íslands er samstarfsvettvangur einkaaðila í ferðaþjónustu og stjórnvalda um markaðssetningu á Íslandi sem ráðstefnulandi. Hefur Ráðstefnuskrifstofan starfað markvisst í 15 ár að markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands, með dyggum stuðningi Reykjavíkurborgar, Ferðamálastofu, Icelandair og stærstu aðila á íslenskum ráðstefnumarkaði. Sjá nánar www.radstefnuskrifstofa.isFerðamálastofa sér um vistun Ráðstefnuskrifstofunnar og er verkefnastjóri Anna Valdimarsdóttir. Ársæll Harðarson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofunnar, segir að tilkoma tónlistar- og ráðstefnuhússins sýni stórhug og framsýni einkaaðila og stjórnvalda í verki. ?Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður nýtt kennimerki Íslands um heim allan og mun breyta því stórkostlega hvernig ásýnd og ímynd lands þróast í framtíðinni. Fyrir ferðaþjónustuna og menningarlífið markar þetta upphaf nýrrar sóknar Íslendinga inná alþjóðlegan ráðstefnumarkað sem er arðsamasti hluti ferðaþjónustunnar,? segi Ársæll. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið einkaframkvæmdarverkefni samkvæmt samningir milli Eignarhaldsfélagsins Portus hf og Austurhafnar-TR og verður opnað í desember 2009. Á myndinni hér að ofan eru frá vinstri: Þórhallur Vilhjálmsson, Pétur Rafnsson, Stefán Þórarinsson, Ársæll Harðarson, Haukur Þór Haraldsson og Anna Valdimarsdóttir.
Lesa meira

Nýr vefur og nýtt merki Akureyrarstofu

Um helgina kynnti Akureyrarstofa nýjan ferða- og upplýsingavef fyrir Akureyri, www.visitakureyri.is. Vefurinn er á íslensku og ensku og þar er að finna allar helstu upplýsingar fyrir þá sem ferðast til bæjarins. Má þar nefna hótel og gististaði, veitingastaði, afþreyingu og samgöngur. Við sama tækifæri var merki Akureyrarstofu kynnt en það er hannað af Þórhalli Kristjánssyni. Merkið er bókstafurinn A sem er myndaður  úr nútíma kassalaga formi annars vegar og úr gamaldags flúri hins vegar sem fengið er úr stafnskrauti Menntaskólans á Akureyri. Skoða visitakureyri.is  
Lesa meira

Móttaka skemmtiferðaskipa - opinn fundur á vegum Cruise Iceland

Þann 24. janúar n.k. kl. 13:00 munu samtökin Cruise Iceland halda opinn fund þar sem skýrsla nefndar á vegum Samgönguráðuneytis um móttöku skemmtiferðaskipa verður kynnt. Fundurinn verður haldinn í Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17, 4. hæð. Dagskrá: Inngangsorð Ágúst Ágústsson Markaðsstjóri Faxaflóahafna og stjórnarformaður             Cruise Iceland. Skýrsla kynnt Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna og formaður nefndarinnar. Fyrirspurnir og umræður Allir hjartanlega velkomnir.  
Lesa meira

Breyting á skilafresti ferðaskrifstofa

Ferðaskrifstofur hafa nú frest til 1. október  í stað 30. apríl áður til þess að skila inn tilskyldum gögnum í tengslum við árlega ákvörðun Ferðamálastofu á tryggingarfjárhæð viðkomandi aðila. Ástæða þessa er sú að skilafrestur stangaðist á við reglur ríkisskattstjóra um ársreikningaskil og til að koma til móts við leyfishafa var það samþykkt á síðasta þingi að samræma þessar tímasetningar. Það skal þó undirstrikað að 1. október er lokafrestur og eru aðilar því hvattir til að skila inn nýjum gögnum frá og með byrjun þessa árs og eftir bestu getu vel fyrir lokafrestinn. Í því sambandi skal bent á ákvæði 3. mgr. 21. gr. um heimild Ferðamálastofu til að fella leyfi niður ef ferðaskrifstofa uppfyllir ekki skilyrði 18. gr. um árleg skil. Vinsamlegast kynnið ykkur frekari breytingar á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála  og einnig á althingi.is.  
Lesa meira

Auglýst eftir tilnefningum til Scandinavian Travel Award

Líkt og undanfarin ár verða Scandinavian Travel Award ferðaverðlaunin afhent á ITB-ferðasýningunni í Berlín í mars næstkomandi. Markmiðið er að verðlauna framúrskarandi nýjungar, góða þjónustu og árangursríka markaðssetningu í ferðaþjónustu Norður-Evrópu. Verðlaunin veita einnig verðlaunahöfum aukna athygli fjölmiðla og staðfesta gildi þess að gera vel. Verðlauna-hafarnir geta nýtt sér þennan heiður í markaðssetningu og til að styrkja stöðu sína á Þýsklandsmarkaði. Mynd: Frá ITB-ferðasýningunni. Nú hefur verið auglýst eftir tilnefningum til verðlaunanna og er hægt að stinga upp á bæði sjálfum sér eða öðrum. Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum: ?Nýjung? þar sem leitað er að árangursríkri nýjung í ferðamennsku á norðurslóðum. Til greina kemur nýstárleg vara, nýstárleg markaðssetning, nýstárleg þjónusta, viðskiptavinatengsl eða tæknileg nýjung. ?Árangur? þar sem leitað er að ?succes stories? úr geiranum. Vörur sem hafa til lengri tíma (a.m.k. frá 2004) haldið velli á markaðnum, sýnt stöðuga aukningu og eru þessvegna spennandi og til fyrirmyndar. Nánari upplýsingar og umsóknarform eru í meðfylgjandi pdf-skjali. Tilnefningar til markaðsverðlauna í Þýskalandi (PDF)  
Lesa meira

Ferðamálaverkefni í nýrri Norðurslóðaáætlun

Ísland tekur þátt nýrri Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013. (Northern Periphery Programme - NPP). Þrjú þeirra fjögurra verkefna með íslenskum þátttakendum, sem samþykkt var að fengju styrk við síðustu úthlutun, tengjast ferðamálum. Þátttökulönd NPP auk Íslands eru Finnland, Svíþjóð, Skotland, Norður Írland, Írland, Noregur,Grænland og Færeyjar. Á vef iðnaðarráðuneytisins segir að meginmarkmið áætlunarinnar sé að stuðla að bættu atvinnu- og efnahagslífi auk eflingar búsetuþátta með fjölþjóða samstarfsverkefnum á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Áætlunin er samkeppnissjóður sem rekin er á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins, þar sem umsóknir keppa í gæðum um það fjármagn sem til ráðstöfunar er. Með aukinni alþjóðavæðingu er sífellt mikilvægara að vinna að alþjóðlegum verkefnum til að auka samkeppnishæfni byggða og atvinnulífs. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar verður samtals 1.200.000 Evrur árin 2007 til 2009. Heildarfjármagn áætlunarinnar að viðbættum mótframlögum eru um sjö milljarðar íslenskra króna fyrir árin 2007?2013.Umsóknir eru metnar af sérfræðingum frá öllum aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k. 50%  mótframlagi umsóknaraðila hvað íslenska þátttöku varðar. Þrjú verkefni tengd ferðamálumÞann 19. desember síðastliðinn fjallaði verkefnisstjórn NPP um 19 nýjar umsóknir, 12 verkefni voru samþykkt með skilyrðum og eru íslenskir þátttakendur í fjórum þeirra. Heildar-kostnaður verkefna með íslenskum þátttakendum eru 520 milljónir og er íslenski verkefnahlutinn 90 milljónir. Alls bárust 15 forverkefnisumsóknir og þar af voru níu samþykktar. Mikill fjöldi umsókna og breið þátttaka bendir til þess að vel hefur tekist með innleiðingu Norðurslóðaáætlunar 2007-2013. Eftirfarandi aðalverkefni voru samþykkt með skilyrðum: North Hunt, Sustainable Hunting Tourism - business opportunityHeildarkostnaður 101,4 milljónirHlutur Íslands 25,3 milljónir eða 24,9%Samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Skotlands og Kanada (Labrador og Nýfundnaland). Íslenskir þátttakendur: Rannsóknamiðstöð Háskólans Akureyri, Ferðamálasetur Íslands, Veiðistjórnarsvið Umhverfisstofnunar og fleiri. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun sjálfbærra veiða til eflingar atvinnulífs og búsetu með áherslu á veiðimenningu. Áhersla er á miðlun reynslu og þekkingar á milli þátttakenda og kanna möguleika á sameiginlegri markaðssetningu vörumerkis ?Northern brand? fyrir sjálfbærar veiðar. NEED, Northern Environment Education DevelopmentHeildarkostnaður 109,8 milljónir.Hlutur Íslands 27 milljónir eða 24,6%Samstarfsverkefni Íslands, Finnlands, Noregs og Írlands. Íslenskir þátttakendur: Rannsóknasetur Háskóla Íslands, Höfn Hornafirði, Háskólasetrið Húsavík, Þjóðgarðurinn Jökulsárgljúfrum, Þróunarstofa Austurlands, Kirkjubæjarstofa, Þjóðgarðurinn Skaftafelli og sveitarfélögin Hornafjörður, Skaftárhreppur, Fljótsdalshérað og Norðurþing. Markmið verkefnisins er að bæta og auka umhverfiskennslu og nýsköpun á sviði fræðandi ferðaþjónustu í samstarfi við tengda aðila með áherslu á jarðfræðisögu, mótun lands og umhverfismál. Með slíkri miðlun er leitast við að hafa áhrif á viðhorf ferðamanna til umhverfis og sjálfbærrar nýtingar.Economuseum Northern EuropeHeildarverkefniskostnaður 149,8 milljónir.Hlutur Íslands 23 milljónir eða 15,4%Samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Færeyja, Norður Írlands, Írlands og Kanada. Íslenskir þátttakendur:  Fruman Nýheimum Höfn Hornafirði og Fræðslunet Austurlands. Markmið verkefnisins er að hagnýta sér reynnslu og þekkingu sem skapast hefur í árangursríku sambærilegu verkefni frá Kanada. Economuseum verkefnið sameinar menningu, handverk og ferðamennsku til að mynda grundvöll fyrir handverksfólk sem nota að stærstum hluta aldagamlar aðferðir til að skapa ný störf. Verkefnið aðstoðar við þróun viðskiptahugmynda, sýningahald ásamt kennslu og þjálfun ungs fólks. Fjórða verkefnið hefur að markmiði að mynda grundvöll til aukinnar hagnýtingar á timbri og öðrum lífrænum efnum af litlum gæðum sem endurnýjanlegan orkugjafa gegnum rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Landsskrifstofa NPP hjá ByggðastofnunNorðurslóðaáætlunin heyrir undir iðnaðarráðuneyti og Byggðastofnun rekur landsskrifstofu Norðurslóðaáætlunarinnar á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Sólmundarson, thorarinn@byggdastofnun.is og á heimasíðu Byggðastofnunar er að finna nánari upplýsingar.
Lesa meira

Breytingar á lögum um skipan ferðamála

Lög um breytingu á lögum nr. 73/2005 um skipan ferðamála voru samþykkt á Alþingi þann 10. desember síðastliðinn og tóku þegar gildi. Áhersla var lögð á að skerpa á því úrræði sem hægt er að grípa til ef leyfis- og skráningarskyld starfsemi er stunduð án leyfis. Þá má nefna breytingar sem lúta að því að afmarka betur starfsemi sem fellur undir ferðaskipuleggjanda og að kveða á um skyldu til notkunar á auðkenni Ferðamálastofu. Breytingarnar verða felldar inn í lögin á næstu vikum en þangað til er hægt að kynna sér þær á vef alþingis.
Lesa meira

Íslandskynning í tengslum við frumsýningu The Bucket List

Í dag verður frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmyndin ?The Bucket List? sem skartar stórleikurunum Jack Nicholson og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Í tengslum við myndina hefur verið ráðist í kynningu á Íslandi. Útbúnar hafa verið dagblaðaauglýsingar þar sem lesendum gefst kostur á að taka þátt í leik og vinna ævintýraferð til Íslands fyrir tvo. Kynningunni er beint að Los Angeles, Chigago og Philadelphia. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum nota þessa leið við markaðssetningu á Íslandi. Í maí síðastliðnum var einmitt farið í svipaða kynningu í tengslum við myndina ?Shrek the Third? og þótti hún gefa góða raun. Þá freistuðu tugþúsundir Bandaríkjamanna gæfunnar í von um að krækja sér í ókeypis ferð til Íslands og búist er  við því að svipað verði upp á teningnum nú, að sögn Einars Gústavssonar, forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í New York.
Lesa meira

Skráningu lýkur á ITB

ITB - Internationale Tourismusbörse, Berlin -haldin 5.-9. mars 2008 ITB, eða Internationale Tourismus-Börse, er ein stærsta ferðasýning í heimi og er haldin í Berlín í mars. Sýningin hefur verið haldin árlega í á þriðja áratug. Skráningu lýkur 10. janúar 2008. Skráningareyðublað 2008 (PDF) Kynning á ITB 2008 (PDF) Heimasíða sýningarinnar
Lesa meira

Endurskoðuð viðmið fyrir flokkun gististaða

Ferðamálastofa hefur gefið út endurskoðuð viðmið fyrir flokkun gististaða sem taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi. Er þetta þriðja útgáfa frá því að flokkun gististaða var tekin upp hér á landi árið 2000.  það kerfi sem hér er notað er einnig í notkun í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í dag eru 66 gististaðir flokkaðir hér á landi þar af 60 hótel.  Meðal helstu breytinga í nýjum viðmiðum er að gististaður getur fengið 4 stjörnur þó ekki sé veitingastaður til staðar svo framarlega að veitingastaður af sömu gæðum sé í um eða innan við 200m. frá hóteli.  Eða eins og segir í nýju viðmiði:   ?A la carte? veitingastaður, eða sambærilegt, opinn a.m.k. 6 kvöld vikunnar frá kl. 18:00 (eldhús þarf ekki að vera á staðnum), eða veitingastaður að sömu gæðum í um eða innan við 200 m. fjarlægð frá hóteli. Tryggt sé að starfsmenn hótels geti pantað borð fyrir sína gesti.  Ef veitingastaður er ekki á hóteli þarf að vera  tryggt að gestir geti pantað sér máltíð sem sé 4 stjörnu hóteli samboðin og snætt annað hvort í sal eða á sínu herbergi og er það gestsins að velja.  ?A la carte? þýðir að boðið sé að lágmarki upp á 3 forrétti, 3 aðalrétti og 3 eftirrétti, af matseðli." Stærðarviðmið á herbergjum endurskoðuð Þá hafa stærðarviðmið á herbergjum einnig verið endurskoðuð og færð nær því sem almennt gerist í öðrum Evrópulöndum. Breytingarnar eru tvær, lágmarksstærð tveggja manna herbergis í þremur stjörnum fer úr 18 í 17m2 og lámarksstærð tveggja manna herbergis í fjórum stjörnum fer úr 24 í 20m2.  Lágmarksstærðir herbergja verða því eftirleiðis sem hér segir. Stjörnur Eins manns herb. Tveggja manna herb. 3 14m2 17m2 4 16m2 20m2 5 18m2 26m2 Rökstuðningur fyrir breyttum viðmiðum í herbergja stærðum er eftirfarandi: ?Ákvörðunin um breytt stærðarviðmið er aðallega byggð á þremur þáttum.  Í fyrsta lagi var horft til hvað viðmið séu í gangi almennt í Evrópulöndunum og þegar það er skoðað þá  þótti að við Íslendingar ásmat Svíum og Dönum séum full kröfuharðir hvað varðar stærðir.  Þá er heldur ekki hægt að líta framhjá því að fasteignaverð sé á mikilli uppleið sérstaklega í miðborgum og því áhjákvæmilegt að ef stærðarkröfurnar yrðu þær sömu og verið hafi þá muni verð hækka talsvert.  Í þriðja laga hafi orðið töluverð þróun í hönnun herbergja og búnaðar sem leiðir til þess að ekki þarf að krefjast jafnmikils pláss og áður var." Úrskurðarnefnd Það er Úrskurðarnefnd um flokkun gististaða sem vinnur að og kemur með tillögur að nýjum viðmiðum sem Ferðamálastofa gefur síðan út.  Í nefndinni sitja þrír fulltrúar tilnefndir af Ferðamálastofu og þrír tilnefndir af Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Hlutverk nefndarinnar er þríþætt: I. Viðhalda þeim staðli sem unnið er eftir og fylgjast vel með þróun og breytingum erlendis á gæðakröfum gististaða. II. Veita undanþágur frá reglum ef gild rök eru fyrir hendi.llIIi  III.Leysa úr ágreiningsmálum sem upp kunna að koma.  Skoða nýju viðmiðin (PDF) Mynd: Frá Hótel Ísafirði sem var fyrsti flokkaði gististaðurinn hérlendis.
Lesa meira