Fréttir

Safn um íslenska refinn í bígerð

Fyrirhugað er að stofna félag um söfnun muna og sýningu á munum er tengjast íslenska refnum. Refurinn, eða melrakkinn, var eina landspendýrið sem hér var þegar landnám hófst. Safnið verður til húsa í Eyrardalsbænum í Súðavík. Stofnfundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Súðavíkur þann 15. september næstkomandi kl. 14:00 Tilgangur félagsins er söfnun muna, utanumhald og sýning á munum er tengjast melrakka (tófu). Í því felst rekstur á sýningaraðstöðu í Súðavík og önnur skyld starfsemi. ?Melrakkasetri er ætlað að vera fræðasetur um íslenska melrakkann þar sem safnað verður á einn stað þeirri þekkingu sem honum viðkemur í fortíð og nútíð. Á setrinu verður m.a. sett upp sýning fyrir ferðamenn. Þar mun verða á boðstólum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar," segir í tilkynningu.
Lesa meira

Ferðamenn upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri

Dagana 15. og 16. september verður mikið fjör í Austur Húnavatnssýslu, stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Heimamenn bjóða gestum og gangandi að slást í för og upplifa ósvikna gangna- og réttarstemmningu. Hátíð heimamanna og ferðafólks?Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Við bjóðum gestum að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur geta hvort heldur sem er leigt hesta hjá heimamönnum eða mætt með sína eigin hesta,? segir Haukur Suska-Garðarsson, ferða- og atvinnumálafulltrúi, sem tekur við bókunum í stóðsmölunina. Að hans sögn dregur þessi viðburður að sér sívaxandi fjölda ferðafólks sem sé afar ánægjulegt á jaðartíma í ferðaþjónustu. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 15. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10. og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður Laxárdal. Á laugardagskvöldið skemmtir fólk sér saman á Blönduósi og daginn eftir er síðan réttað í Skrapatungurétt. Nánari upplýsingar (word-skjal) Mynd:Ferðamenn fjölmenna á Skrapatungurétt.
Lesa meira

Vestnorden hefst í kvöld

Vestnorden ferðakaupstefnan verður sett í Þórshöfn Færeyjum í kvöld og hefur þá verið haldin 22 sinnum. Að kaupstefnunni standa ferðamálayfirvöld í Færeyjum á Grænlandi og Íslandi og að þessu sinni er framkvæmdin á hendi Færeyinga. Um 130 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru nú skráð og 227 starfsmenn þeirra munu kynna vöru og þjónustu fyrir kaupendum. Íslensk fyrirtæki eru flest eins og jafnan áður eða um 70 talsins að þessu sinni. Á morgun hefst hin eiginlega kaupstefna með fundum kaupenda og seljanda, eða ferðaheildsala. Þeir eru um 80 talsins og koma frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Vestnorden lýkur á miðvikudag.
Lesa meira

Aukin umferð um Evrópuvefinn

Umferð heldur áfram að aukast um Evrópuvefinn visiteurope.com. Vefurinn inniheldur annars vegar síður þar sem fjallað er um Evrópu almennt og hins vegar er um að ræða síður einstakra landa. Hvert og eitt land ber ábyrgð á að koma upplýsingum inn á sinn hluta vefsins og sér Ferðamálastofa um það sem að Íslandi snýr. Heimsóknatölur sýna að Ísland má bærilega una við sinn hluta í umferðinni. Erum við að um miðjan hóp þeirra 38 Evrópuríkja sem standa að vefnum. Vart þarf að koma á óvart að risar á sviði ferðaþjónustu eins og Spánn, Ítalía, Austurríki og Þýskaland fá mesta umferð. Evrópuvefurinn er eins og fram hefur komið einkum hugsaður fyrir fjærmarkaði og nú er meðal annars í vinnslu útgáfa fyrir Japansmarkað. Þá var í sumar tekið í notkun gagnvirkt kort af álfunni sem skilað hefur mikilli umferð (sjá mynd). Skoða Evrópuvefinn  
Lesa meira

Breytingar á lögum um skipan ferðamála ?hægt að senda inn umsagnir

Að undanförnu hafa verið í vinnslu drög að breytingum á lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005. Frumvarpsdrögin hafa nú verið birt á vef samgönguráðuneytisins og gefst þar einnig kostur á að koma á framfæri umsögnum. Breytingarnar eru unnar í samráði við Ferðamálastofu og eru einkum lagfæringar á nokkrum atriðum sem komið hefur í ljós við framkvæmd laganna að betur megi fara. Auðbjörg Gústafsdóttir, lögfræðingur Ferðamáalstofu, segir breytingarnar einkum snúa að því að afmarka betur starfsemi sem fellur undir ferðaskipuleggjanda, kveða á um skyldu til notkunar á auðkenni Ferðamálastofu og úrræði sem hægt er að grípa til þegar leyfisskyld starfsemi er stunduð án leyfis. Þeir sem óska eftir að koma á framfæri umsögnum geta send erindi sín á tölvupóstfang samgönguráðuneytisins, postur@sam.stjr.is, fyrir 14. september næstkomandi.Frumvarpsdrögin er að finna á vef Samgönguráðuneytisins
Lesa meira

Fjölgun gistinátta í öllum landshlutum

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í júlí og sýna þær að gistinóttum í mánuðinum fjölgaði um 6% á milli ára. Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 189300 en voru 177800 í sama mánuði árið 2006. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum. Aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 12%, úr 19.400 í 21.700 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin tæpum 6%, en gistinætur þar fóru úr 104.900 í 111.100 milli ára. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum einnig um 6%, úr 18.100 í 19.200. Fjöldi gistinátta á Suðurlandi jókst um rúm 5%, úr 24.200 í 25.500 milli ára. Á Austurlandi fór gistináttafjöldinn úr 11.300 í 11.800 og fjölgaði þar með um rúm 4%. Fjölgun gistinátta á hótelum í júlí má bæði rekja til Íslendinga (23%) og útlendinga (4%). Gistirými á hótelum í júlímánuði jókst milli ára. Fjöldi herbergja fór úr 4.076 í 4.444, sem er 9% aukning, og fjöldi rúma úr 8.210 í 9.015, sem er 10% aukning. Hótel sem opin voru í júlí síðastliðnum voru 77 en 76 í sama mánuði árið 2006. Sjá nánar á vef Hafstofunnar.
Lesa meira

Veruleg fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll það sem af er árinu

Í ágústmánuði síðastliðnum fóru 293.790 farþegar um Keflavíkurflugvöll og fjölgar þeim um 9% á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Veruleg fjölgun farþega hefur átt sér stað á þessu ári og nemur tæpum 9% frá áramótum. Farþegar fyrstu átta mánuði þessa árs voru rúmlega 1,5 milljónir samanborið við 1,4 milljónir frá janúar til ágúst 2006. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.     Ágúst 07. YTD Ágúst 06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 126.484 658.084 120.244 610.229 5,19% 7,84% Hingað: 124.408 671.446 115.085 613.258 8,10% 9,49% Áfram: 5.586 28.511 2.426 11.867 130,26% 140,25% Skipti. 37.312 187.953 31.806 184.755 17,31% 1,73%   293.790 1.545.994 269.561 1.420.109 8,99% 8,86%
Lesa meira

Íslenska sendiráðið í Peking hefur útgáfu vegabréfsáritana samkvæmt ADS samningi

Samkomulag milli Íslands og Kína um vegabréfsáritanir og tengd málefni er varða ferðamannahópa frá Kína (ADS) var undirritað þann 12. apríl 2004. Með samkomulaginu voru sett ströng og ítarleg skilyrði fyrir því hvaða aðilar í ferðaþjónustu í Kína geta haft umsjón með og fengið vegabréfsáritanir fyrir hópa kínverskra ferðamanna til Íslands og þar með inn á Schengen-svæðið. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem reynir á samninginn því fram til þessa hafa engar ADS áritanir verið gefnar út af íslenskum stjórnvöldum, eða fyrir Íslands hönd. Nú hefur íslenska sendiráðið í Peking hafið útgáfu vegabréfsáritana í samræmi við ADS samninginn Leyfishöfum Ferðamálastofu gefst nú kostur á að skrá sig á lista yfir íslenskar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem óska eftir því að vera í samstarfi við kínverskar ferðaskrifstofur. Hér á vefnum er að finna skráningarblað og nánari upplýsingar varðandi samstarfið. Skráningu lýkur þann 21. september nk. Skráningarblað (skráningarfrestur er útrunninn) Nánari upplýsingar í bréfi til leyfishafa (PDF) Nánari upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins
Lesa meira

Ný tegund afþreyingarferðaþjónustu

Ferðaskrifstofan Ísafold mun í vetur bjóða upp á nýja tegund afþreyingar sem er leiga á jeppum sem breytt hefur verið fyrir jöklaferðir og akstur í snjó. Bílarnir verða leigðir út í skipulagðar ferðir undir eftirliti og leiðsögn starfsmanna ferðaskrifstofunnar. Í frétt frá Ísafold kemur fram að allir þátttakendur fá ítarlegar leiðbeiningar um hvað þarf að aðgæta í sambandi við akstur breyttra bíla áður en lagt er af stað en einnig standa í boði stutt námskeið í bíltækni, aksturstækni og ferðamennsku í upphafi ferðar. ?Forsvarsmenn Ísafoldar vilja með þessari nýjung fjölga afþreyingarmöguleikum í ferðaþjónustunni en renna um leið frekari stoðum undir heimsóknir erlendra ferðamanna til Íslands, einkum að vetri til,? segir í fréttinni. Aukin umhverfisvitundÞá kemur fram að sem mótvægisaðgerð við þá losum koltvísýrings sem notkun bíla veldur hefur verið ákveðið að vinna að kolefnisjöfnun ökutækja Ísafoldar. Samið hefur verið við Kolvið um gróðursetningu trjáa í þessum tilgangi, ásamt því að ferðamönnum á vegum Ísafoldar mun í auknu mæli verða gefinn kostur á gróðursetningu að sumarlagi. Einnig mun ferðaskrifstofan styrkja rannsóknir á nýtingu vetnis sem orkubera fyrir íslensk farartæki.
Lesa meira

Samstarf Iceland Excursions og Reykjavík International Film Festival

Iceland Excursions og Reykjavík International Film Festival hafa gert mér sér samning til næstu þriggja ára.Mun Iceland Excursions m.a. leggja til hópferðabíla og leiðsögumenn í sérstakar ferðir fyrir boðsgesti og blaðamenn hátíðarinnar. "Það er okkur mikil ánægja að koma að svona verkefni og við höfum undanfarin ár styrkt hátíðina með sambærilegum hætti. Markmið okkar er að sýna þessum aðilum íslenskt landslag og vonandi vekja með því áhuga kvikmyndaiðnaðarins á að taka kvikmyndir og eða auglýsingar á Íslandi. Það er frábær landkynning sem lifir vel og lengi" segir Þórir Garðarsson sölu- og markaðstjóri Iceland Excursions. Að  sögn Hrannar Marinósdóttur kvikmyndahátíðarstjóra skiptir samtarf  við ferðaþjónustufyrirtæki á borð við Iceland Excursions einnig miklu máli fyrir hátíðina. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins.
Lesa meira