Norður-Írar kynna sér umhverfismál og ferðaþjónustu á Íslandi

Norður-Írar kynna sér umhverfismál og ferðaþjónustu á Íslandi
Skaftafell-tjaldsvæði

Nú eru staddir hér á landi aðilar frá norður-írsku samtökunum ?Causeway Coast and Glens Heritage Trust? í þeim tilgangi að kynna sér íslenska ferðaþjónustu og starf Ferðamálastofu á þeim vettvangi.

Samtökin heita eftir samnefndu héraði á Norður Írlandi. Á svæðinu er m.a. að finna ?Giant''s Causeway? sem er á heimsminjaskrá UNESCO og einkum þekkt fyrir miklar stuðlabergsmyndanir. Í fyrra gengust samtökin fyrir ráðstefnu á Norður-Írlandi þar sem var um samþættingu umhverfisstjórnunar og ferðaþjónustu. Var m.a. leitað til Íslands eftir fyrirlesurum og flutti Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, þar erindi.

Írarnir eru nú að endurgjalda þessa heimsókn og sl. fimmtudag heimsóttu þeir Ferðamáalstofu þar sem þeir Elías og Pétur Rafnsson verkefnisstjóri kynntu starfsemi Ferðamálastofu með megináherslu í umhverfismálin og stefnu stjórnvalda hvað þau varðar. Einnig fræddu þeir gestina um afþreyingu með sérstaka áherslu á hvalaskoðun. Þá heimsækir hópurinn í þessari ferð Bláa lónið og Þingvelli auk þess að fræðast um vetnisframleiðslu o.fl. Hópurinn mun ljúka ferð sinni í Skaftafelli þar sem Ragnar Frank þjóðgarðsvörður mun fræða gestina um íslenska þjóðgarða og Skaftafell.

Icelandic Tourism - kynning fyrir hóp frá Norður-Írlandi, maí 2006 (Powerpoint)

 


Athugasemdir