Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Lækjarbrekka

Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa  staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva. Verður svo einnig í ár. Síðustu tvö árin hafa námskeiðin verið haldin í gegnum fjarfundarbúanað en skipuleggjenum þykir nú kominn tími til að fólk hittist augliti til auglitis og verður námskeiðið haldið á Kornhlöðuloftinu 7 júní næstkomandi.

Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðva komi á námskeiðið.  Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð þeirra verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið.

Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990  eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is
fyrir 2. júní nk.

Mynd: Veitingahúsið Lækjarbrekka en Kornhlöðuloftið 
er á efri hæð hússins þar á bakvið.

Námskeiðsgjald er kr. 3.900,- pr. þátttakanda.

Nánari upplýsingar og dagskrá

Dags:     Miðvikudaginn 7.  júní 2006
Staður:    Kornhlöðunni Bernhöftstorfu, Reykjavík (veitingahúsið Lækjarbrekka)
Tími:     12.45 - 17.00
Þátttökugjald: kr. 3.900,-

12.45 - 13.00  Skráning þátttakenda. Afhending gagna

13.00 - 13.30  Þeir koma, og hvað með það, fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?
   Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu.
        
13.30 - 14.05  Hlutverk upplýsingamiðstöðva og hlutverk starfsmanna upplýsingamiðstöðva.
   Pétur Rafnsson, verkefnisstjóri Ferðamálastofu.   

14:05 - 14.15  Handbók Ferðamálastofu. 
   Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri Ferðamálastofu

14.15 - 14.45  Kaffi

14.45 - 16.30  Viðhorf er aðalatriðið í þjónustu!
   Margrét Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingur

16.30   Samantekt  og námskeiðslok

Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 2. júní n.k.


 


Athugasemdir