Ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum

Ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum
Húsbílar

Neytendastofa hefur birt skýrslu um ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum. Skýrslan var unnin í kjölfar ábendinga sem Neytendastofa fékk á síðasta ári um að ástandinu kynni víða að vera ábótavant.

Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að þær athugasemdir sem koma fyrir í flestum skoðunum voru gerðar við merkingu töflubúnaðar eða í 75% tilfella, við tengla í 67% tilfella og við lekastraumsrofvörn í 54% tilfella. Þá vekur athygli hversu víða röng gerð tengla var notuð til tengingar á hjólhýsum og húsbílum, segir í frétt á vef Neytendastofu.

  • Lesa skýrslu Neytendastofu um ástand raflagna og rafbúnaðar á tjaldsvæðum

Mynd fengin af vef Félags húsbílaeigenda


Athugasemdir