Fara í efni

Norræn ráðstefna um strandmenningu

Dagana 25.-26. maí verður í Stykkishólmi haldin norræn ráðstefna um strandmenningu undir yfirskriftinni "Vitar og strandmenning á Norðurlöndum 2006". Að ráðstefnunni stendur Íslenska vitafélagið.

Í frétt um ráðstefnuna segir að folk sé smám saman að vakna til vitundar um þann auð sem er falinn við strendur landsins og hvernig hægt sé að nýta vita og aðrar strandminjar til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. Á þessu sviði séu Norðmenn lengst komnir. Á ráðstefnunni í Stykkishólmi  er ætlunin að vinna áfram með menningararfinn og gefa þátttakendum kost á að læra af reynslu hvers annars. Ráðstefnan í er öllum opin.

Nánari upplýsingar