Fara í efni

Námskeið um markvissa þátttöku í kaupstefnum og ferðasýningum

Vestnorden20043
Vestnorden20043

Samtök ferðaþjónustunnar og Útflutningsráð Íslands standa að námskeiði fyrir stjórn og starfsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vilja ná auknum árangri í sýningarhaldi. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 31. ágúst 2006 kl. 8:30-12:00  á 6. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis, en hann hefur unnið með íslenskum fyrirtækjum að sýningahaldi um margra ára skeið. Einnig er von á gestafyrirlesurum. Hægt er að skrá þátttöku á vef Útflutningsráðs. Einnig er hægt að skrá þátttöku í síma 511 4000 eða með því að senda tölvupóst á utflutningsrad@utflutningsrad.is Verð: 3.700 kr.

Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, hermann@icetrade.is , eða í síma 511 4000 og María Guðmundsdóttir maria@saf.is, eða í síma 511 8000